Landsnet hefur skrifað undir samtarfssamning við Kolvið um kolefnisbindingu vegna CO2 sem fellur til vegna flugferða starfsmanna innanlands.
Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með. Landsnet er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri og á Egilsstöðum og töluvert er um ferðir starfsfólks innanlands vegna framkvæmda og viðhaldsverkefna á raforkuflutningskerfi landsins.
Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Stjórnunarsviðs Landsnets segir að samningurinn feli í sér mikinn ávinning fyrir Landsnet.
„Kolefnisjöfnun ferða starfsmanna er hluti af aðgerðum okkar í kjölfar Parísarsamkomulagsins, en samkomulagið hefur að markmiði að vinda ofan af loftlagsbreytingum.
Með þessu samningi minnkum við vistspor fyrirtækisins en stefna Landsnet í umhverfismálum er skýr, við viljum lágmarka óæskileg áhrif starfseminnar á umhverfið og að styðja verkefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og efla samfélagið. Samningurinn við Kolvið er skref í þá áttina. “
Ljósmynd:
Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsvið og Reynir Kristinsson frá Kolvið að undirskrift lokinni.