Sigrún Björk áfram stjórnarformaður Landsnets


26.03.2018

Framkvæmd

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var ​föstudaginn 23. mars 2018 var stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður , Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson.

Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður segir að Landsnet horfi björtum augum fram á við. „ Aukin vigt hafi verið sett í samtal og samráð á undanförnum árum í takt við endurmat á stefnu og gildum fyrirtækisins þar sem lykilþættir eru gagnsæi og upplýst umræða. Hjá Landsneti vinnur samhentur og öflugur hópur starfsfólks sem vinnur störf sín af alúð og með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Fyrir það vil ég færa því bestu þakkir.“

Aftur í allar fréttir