Skipulagsstofnun hafnar ósk um endurskoðun matsskýrslu um Suðurnesjalínu 2


09.07.2014

Framkvæmd

Skipulagsstofnun hefur hafnað erindi frá landeigendum tiltekinna jarða á Vatnsleysuströnd sem óskuðu eftir því að matsáætlun Landsnets um Suðurnesjalínu 2, sem er hluti áforma um lagningu Suðvesturlína, yrði endurskoðaður.

Umrædd beiðni barst Skipulagsstofnun í nóvember 2013 og byggðist á 2. mgr. 12. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðri almennri heimild stjórnvalda til endurupptöku mála. Eftir að hafa leitað umsagnar framkvæmdaraðila um erindið og gefið málshefjendum möguleika til andmæla tilkynnti Skipulagsstofnun málshefjendum 23. júní síðastliðinn að beiðni um endurskoðun matsskýrslunnar væri hafnað og jafnframt birt með opinberri auglýsingu 27. júní síðastliðinn. 

 

Aftur í allar fréttir