Starf í boði hjá Landsneti


22.01.2016

Framkvæmd

Landsnet óskar eftir að ráða til sín starfsmann í greiningar á fjármálasviði. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar n.k.

Í boði er áhugavert starf í greiningum á fjármálasviði Landsnets. Í starfinu felst ábyrgð á fjárhagslegum greiningum bæði á innra og ytra umhverfi, kostnaðarmati og hagrænum úttektum. Ábyrgð á mati rekstrarverkefna, þátttaka í arðsemismati stærri verkefna, samskipti varðandi tekjumörk og þátttaka í gjaldskrárgreiningum. Starfið krefst frumkvæðis og áhuga á sviði orkumála. Framundan er mikil uppbygging í flutningskerfinu. Hjá Landsneti er lögð vaxandi áhersla á greiningar tengdar fjárfestingarkostum, rekstri og ytri þáttum í rekstrarumhverfi félagsins, þar á meðal markaðsmálum og málefnum tengdum samfélagslegri ábyrgð.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði hagfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
  • Reynsla af greiningu fjármálaupplýsinga og hagfræðilegra gagna
  • Frumkvæði, sjálfstæði, rík greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af miðlun upplýsinga í töluðu og rituðu máli og hæfileiki til að setja fram efni á skýran hátt

Um Landsnet
Landsnet ber ábyrgð á flutningskerfi raforku sem er einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins. Verkefni fyrirtækisins er að tryggja heimilum og fyrirtækjum aðgang að rafmagni í takt við þarfir, í sátt við umhverfi og samfélag. Landsnet er góður vinnustaður þar sem samhentur hópur leysir fjölbreytt verkefni.

Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2016
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.

Auglýsing

 

Aftur í allar fréttir