Straumleysi í gærkvöld og nótt


08.12.2015

Mesta straumleysið í gærkvöldi og nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út.

Rafmagnslaust varð á Akureyri klukkan um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi og komst rafmagn ekki á þar að fullu fyrr en rétt fyrir klukkan hálf þrjú í nótt, þegar tókst að koma Kröflulínu 1 aftur í rekstur. Á Ísafirði og á norðanverðum Vestfjörðum varð rafmagnslaust í á annan tíma eftir að Ísafjarðarlína 1 leysti út klukkan 22:35. Bilun varð einnig í varaaflsstöðinni í Bolungarvík en hún komst í rekstur rétt fyrir miðnætti og komst þá rafmagn á aftur á flestum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi.

Aftur í allar fréttir