Í sumar hafa fjölmargir háskólanemar verið við störf hjá Landsneti. Hópurinn hefur unnið hin ýmsu störf og komið að verkefnum á flestum sviðum fyrirtækisins.
Í dag var haldin uppskeruhátíð þar sem farið var yfir verkefnin sem þau hafa unnið að í sumar og var frábært að sjá og heyra hvað þau hafa verið að gera.
Landsnet þakkar kærlega fyrir samstarfið og óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni.
Á Facebook síðu Landsnets er hægt að sjá myndir frá uppskeruhátíðinni.