Landsnet þakkar íbúum Hafnar fyrir þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð við lagningu 132 kV jarðstrengs frá Ægissíðu að dísilstöð RARIK við Krosseyjarveg.
Framkvæmdum er nú lokið að frátöldum lokafrágangi á skurðstæði sem fram fer í vor. Að honum loknum fer fram umhverfisúttekt í samræmi við verklag Landsnets.
Til að komast að framkvæmdasvæðinu við Ægissíðu fékk Landsnet leyfi bæjaryfirvalda til að nota göngustíg til að ferja efni inn á svæðið. Styrkja þurfti burðarþol stígsins og afnot af honum til efnisflutninga hafði nokkur óþægindi í för með sér fyrir íbúa Hafnar. Þakkar Landsnet þeim þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð en stígurinn hefur nú verið færður í samt lag og tengdur göngustígakerfi á Ægissíðu að nýju.