„Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum gefur okkur forskot"


31.08.2016

Framkvæmd

CIGRE eru alheimssamtök raforkuiðnaðarins, framleiðenda búnaðar, háskóla og sérfræðinga á raforkusviði í víðustu merkingu. Samtökin hafa innan sinna vébanda umfangsmikla starfsemi, öfluga vinnuhópa og halda alþjóðlegar ráðstefnur og var ein slík haldin í París í síðustu viku.

Íris Baldursdóttir framkvæmdastjóri Kerfisstjórnunarsviðs Landsnets var í París. Þar var hún kynnir á vinnustofu og þátttakandi í pallborðsumræðum um tvö rannsóknarverkefni á sviði áhættustjórnunar, iTelsa og GARPUR þar sem yfirskriftin var    „New approacehes for reliability management“. Írís fór yfir framgang verkefnisins og sat fyrir svörum í lok fundarins. 

Á fundinum var m.a. rætt um þær áskorandir sem flutningsfyrirtæki í Evrópu standa frammi fyrir þar sem óvissa fer vaxandi ekki síst vegna aukningar í endurnýjanlegum og óstöðugum orkugjöfum eins og vind- og sólarorku.  

Íris segir að þátttaka í alþjóðlegum verkefnum eins og GARPUR séu afar mikilvæg fyrir Landsnet.  „ Fundir eins og þessir eru fyrst og fremst mikilvægir til að koma niðurstöðum rannsóknarverkefna af þessari stærðargráðu á framfæri. Með því að vera beinir þátttakendur í verkefninu höfum við fengið einstakt tækifæri til þess að greina ferla annarra flutningsfyrirtækja og með þeim þróað aðferðafræði og komið auga á tækifæri til þess að nýta tækninýjungar og gögn betur í okkar ákvarðanatöku. Þetta gefur okkur tvímælalaust forskot. Verkefnið GARPUR hefur vakið mikla athygli enda er um að ræða verkefni sem ætlað er að hafi áhrif á hvernig flutningskerfin í Evrópu greina og stýra áhættu í rekstrinum til framtíðar. “

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um rannsóknarverkefnið GARPUR og CIGRE

Aftur í allar fréttir