Til hamingju allir starfsmenn Landsnets!


14.02.2013

Þann 17. desember s.l. var gerð svokallað „Aðlagað eftirlit“ hjá Landsneti. Slíkt eftirlit gengur út á að skoða skipulag og virkni innra vinnuverndarstarfs hjá Landsneti og að vinnuaðstæður starfsmanna séu í samræmi við lög og reglur.

Í niðurstöðum í mati Vinnueftirlitsins segir meðal annars:

  • Ganga ráðstafanir fyrirtækisins í sumum tilvikum lengra en lög og reglur segja til um.
  • Það er ljóst að fyrirtækið leggur mikla áherslu á standa vel að vinnuverndarmálum og forvörnum á því sviði.
  •  Er það mat Vinnueftirlitsins að fyrirtækið hafi náð framúrskarandi árangri og sé til fyrirmyndar.

 Heildar niðurstaða Vinnueftirlitsins er að Landsnet er flokkað í flokk 1 sem er besta einkunn sem hægt er að fá. Lét úttektarmaður þess getið að frekar sjaldgæft væri að fyrirtæki næðu að vera flokkuð í 1. flokk sem er meistaraflokkur á svið öryggismála.

Aftur í allar fréttir