Kostnaður Landsnets vegna viðgerðar á Prestbakkalínu 1, sem skemmdist við Hof í Öræfum í veðuráhlaupi á fimmtudagskvöldi í síðustu viku, er um 11 milljónir króna en viðgerð á línunnu lauk aðfararnótt mánudags.
Eins og fram kom fyrir helgi urðu tölvuverðar skemmdir á Prestabakkalínunni, þverslár brotnuðu í nokkrum möstrum og vírar slitnuðu vegna mikillar ísingar sem er mjög óvenjulegt á þessum slóðum. Viðgerðarvinnan reyndist umfangsmeiri og tafsamari en upphaflega var áætlað og því komst straumur ekki á línuna fyrr en aðfararnótt síðasta mánudags. Var byggðalínuhringurinn þá búinn að vera í sundur í um fóra sólarhringa, með tilheyrandi óstöðugleika og minna afhendingaröryggi, þar sem raforkuflutningskerfi Landsnets var rekið í svokölluðum eyjarekstri, eða tveimur aðskildum rekstrarhlutum á meðan Prestbakkalína var biluð.Viðgerð lokið á Bolungarvíkurlínu 1
Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur, bilaði einnig í óveðrinu í síðustu viku en það hafði engin áhrif á notendur. Viðgerð á henni lauk síðdegis í gær, fimmtudag, og er línan komin aftur í rekstur.