Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti


18.08.2014

Framkvæmd

Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti fór fram í gær með kynningum á þeim verkefnum sem nemarnir hafa unnið að hjá fyrirtækinu í sumar. Voru þær hinar áhugaverðustu og háskólanemarnir ánægðir með þá reynslu sem þeir höfðu aflað sér hjá Landsneti.

Alls störfuðu 20 háskólanemar hjá Landsneti í sumar en fyrirtækið ræður á hverju sumri til sín háskólanema til að sinna ýmsum verkefnum. Í þeim er lögð áhersla á að nemarnir fái tækifæri til að tengja þekkingu sína úr námi við raunveruleg verkefni og þannig leggur Landsnet sitt af mörkum til að viðhalda þekkingu á sviði raforkumála.

Í lok hvers sumars, á svonefndri uppskeruhátíð, fá háskólanemarnir svo tækifæri til þess að kynna þau verkefni sem þeir hafa unnið að og fór hátíðin fram í gær, að viðstöddu starfsfólki Landsnets. Almenn ánægja kom fram hjá háskólanemunum að hafa fengið þetta tækifæri til að spreyta sig á raunverulegum verkefnum sem tengjast þeirra námi en meðal þess sem þeir unnu að í sumar má nefna upplýsinga- og gæðamál fyrirtækisins, umhverfismál, viðhald og rekstur raforkukerfisins og verkstjórn ungmenna.
Aftur í allar fréttir