Valka kemur til Landsnets frá Norðuráli þar sem hún bara m.a. ábyrgð á stefnumótun, ráðningum, innleiðingu frammistöðusamtala, framkvæmd vinnustaðagreininga og fræðslumálum.
Áður starfaði Valka sem starfsmannastjóri hjá Nýherja, sem mannauðsstjóri hjá Inpo/Heilsuverndarstöðinni og sem leiðtogi starfmannaþjálfunnar og gæðamál hjá ISAL. Einnig hefur hún komið að kennslu m.a. hjá Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands.
Valka er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, diploma í rekstar- og viðskiptafræði og Cand. Psych. í vinnusálfræði frá sama skóla.
„ Hjá Landsneti starfar úrvalshópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins og hlakka ég til að taka þátt í að gera góðan vinnustað enn betri.“ segir Valka.