Viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 að hefjast


03.06.2017

Framkvæmd

Í byrjun apríl kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Er bilunin staðsett u.þ.b. 3 km norðan við Eyjar. Vinna við aðgerðaráætlun hefur staðið yfir um tíma og nú er viðgerð að hefjast.

Isaak Newton væntanlegur til Eyja

Á morgun, Hvítasunnudag, mun kapalskipið Isaak Newton koma til hafnar í Vestmannaeyjum. Viðgerðin er umfangsmikil og gert er ráð fyrir að hún taki um 14 daga ef allt gengur eftir.

 

 

Aftur í allar fréttir