Víxlbylgjumælingar, nýtt tæki til áhættumats


15.03.2021

Framkvæmd

Nýjar mælingar, byggðar á víxlbylgjumælingu úr gervitunglum, sýna að áhrif jarðhræringa á Reykjanesi hafa mikil áhrif á hreyfingu og tilfærslu lands á Reykjanesskaganum og geta þar með haft áhrif á innviði á svæðinu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Íslenskum orkurannsóknum, Isor, Applicability of InSAR Monitoring of the Reykjanes Peninsula og finna má á www.landsnet.is 

Þar kemur m.a. fram að hægt er að nota InSAR gögn til að mæla aflögun af völdum yfirstandandi jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Með þessari tækni er bæði hægt að sjá tilfærslu sem hefur átt sér stað á mörgum árum, á hinum ýmsu svæðum sem skjálftar hafa átt sér stað, en einnig miklu stærri skammtímabreytingar sem tengjast stórum jarðskjálftum. Með þessu móti má áætla áhrif slíkrar aflögunar á innviði. Í skýrslu ISOR má sjá að áhrif yfirstandandi umbrota teygja sig langt út fyrir upptakasvæðið á suðurhluta landshlutans.

Áhrif á jarðstrengi
Við lagningu jarðstrengja þarf að uppfylla ákveðin skilyrði um hámarkstog við útlagningu strengja. Er það gert til að ekki verði skaði á strengnum eða plasteinangrunarefninu sem umlykur hann. Togmælar eru notaðir við útdráttinn til að fylgjast með þessu. Eftir að strengur hefur verið lagður er ekki reiknað með að strengur verði fyrir tog-áraun eftir það, enda þola samsetningar strengsins mjög litla tog-áraun. Því má álykta að sú tilfærsla og gliðnun sem mæld hefur verið á núverandi umbrotasvæði muni hafa áhrif sem eru langt umfram það sem strengur af þessari gerð þolir. Það er því ljóst að velja þarf lausnir sem henta þessu umhverfi best og er jarðstrengur ekki sá kostur sem fer saman ef tryggja á sem best afhendingaröryggi raforku.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna. 


Aftur í allar fréttir