Vörubíll með krana rakst upp í byggðalínuna til móts við bæinn Kúskerpi í Blönduhlíð í Skagafirði á síðdegis á laugardag með þeim afleiðingum að hún sló út.
Til allrar mildi urðu engin slys á mönnum að þessu sinni en atvik sem þetta geta verið lífshættuleg. Ekki urðu heldur teljandi skemmdir á búnaði og var rafmagn komið aftur á línuna tæpum einum og hálfum tíma síðar,eða kl. 17:22.Af þessu tilefni áréttar Landsnet tilmæli til verktaka og annarra sem starfa í nágrenni við flutningslínur fyrirtækisins að þeir gæti ýtrustu varúðar og hagi vinnu eftir aðstæðum hverju sinni.