Vörum við banni á loftlínum innan marka þjóðgarðs


21.01.2020

Framkvæmd

Ljóst má vera að framtíðaruppbygging flutningskerfisins mun að einhverju leyti ná til svæða sem eru innan marka þjóðgarðs.

 Fyrir liggur að miklar tæknilegar takmarkanir eru á lagningu jarðstrengja í þeim hlutum flutningskerfisins. Með vísan til þessa varar Landsnet eindregið við því að í frumvarpinu sé lagt til bann við loftlínum innan marka þjóðgarðs. Með því er mögulega verið að rýra möguleika til að auka afhendingaröryggi raforkunotenda til framtíðar og hindra skynsamlega nýtingu hreinna orkuauðlinda.

Hægt er að nálgast umsögnina á Samráðsgáttinni.
Aftur í allar fréttir