Yfirlýsing frá Landsneti


19.04.2016

Framkvæmd

Landsnet vísar á bug ásökunum um að hafa eignað sér lögverndaða hönnun fyrirtækisins Línudans á háspennumöstrum eins og greint var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins sunnudaginn 17. apríl sl.

Í fréttinni var vísað til þess að Línudans hefði sent erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna þessa. Landsnet hefur ekki séð umrætt erindi. Rétt er hins vegar að benda á að svokallað Ballerínu-mastur Landsnets og mastur Línudans, sem sýnt var í umræddum fréttatíma, eru frábrugðin í veigamiklum atriðum. Sambærileg möstur hafa verið reist víða erlendis en Ballerínan hefur verið aðlöguð íslensku veðurfari.

Auk verkfræðistofunnar ARA Engineering og Hornsteina arkitekta, sem getið var um í fréttinni, kemur verkfræðifyrirtækið Krabbenhøft & Ingolfsson í Kaupmannahöfn að hönnun Balleríunnar. Það fyrirtæki hefur m.a. komið að hönnun nýs háspennumasturs fyrir National Grid í Englandi sem heitir T-Pylon.
Aftur í allar fréttir