Tilgangurinn er að gera starfsfólki Landsnets og utanaðkomandi aðilum kleift að tilkynna um meint misferli, lögbrot, ámælisverða háttsemi eða brot á reglum sem starfsfólk Landsnets, stjórnendur, stjórnarmenn eða birgjar hafa framið.

Kerfið tryggir fulla nafnleynd fyrir þau sem vilja tilkynna grunsemdir utan hefðbundinna samskiptaleiða, þ.e. með símtali, tölvupósti eða samskiptum við næsta yfirmann. Leiðbeiningarnar ná til farvegs, umfjöllunar og afgreiðslu tilkynninga um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfi Landsnets sem falla undir lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara.

Smelltu hér ef þú vilt tilkynna meint misferli.