Upprunaábyrgðir raforku (GO) eru opinber staðfesting á því að ákveðið magn raforku hafi verið framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Kerfið gerir neytendum kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku með því að kaupa „hreinleikavottun“ orkunnar, óháð því hvaðan raforkan sjálf kemur.
Flest ríki heimsins eru aðilar að kerfum með upprunaábyrgðir (REC í Norður Ameríku, I-REC/TIGR í Suður Ameríku, Rússland, Kína og Indland, GO í Evrópusambandinu). Evrópusambandið setti á fót GO (Guarantees of Origin) kerfið árið 2001 til að hvetja til framleiðslu endurnýjanlegrar orku og draga úr loftslagsáhrifum.
Með nákvæmri skráningu er tryggt að hver eining endurnýjanlegrar orku sé aðeins seld einu sinni, sem stuðlar að auknu trausti og gagnsæi. Þetta býður upp á fjárhagslega hvata fyrir endurnýjanlega orkuframleiðslu og eykur vægi hennar á markaði.
Efni tengt upprunaábyrgðum
Efni tengt upprunaábyrgðum
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR