Tilgangur rannsókna
Markmiðið með því rannsókna- og þróunarstarf sem við stundum er að auka þekkingu, jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Að auki leitum við stöðugt nýrra lausna til þess að styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins um rekstur og uppbyggingu flutningskerfisins og stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda Íslands.
Hjá okkur eru unnin fjölmörg rannsóknarverkefni. Sum eru stöðugt í gangi, þ.e. ganga ár eftir ár, á meðan önnur eru keyrð í afmarkaðan tíma.
Rannsóknarstefna Landsnets
Samkvæmt lögum nr. 65/2003, Raforkulögum, ber Landsneti að byggja upp og reka flutningskerfi raforku á Íslandi að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Rannsókna- og þróunarstarfsemi okkar er mikilvægur þáttur í því að uppfylla þessar skyldur.
Áherslur
- Að sinna kerfisrannsóknum sem styðja við áætlanir um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins.
- Að sinna umhverfisrannsóknum sem styðja við undirbúning framkvæmdaverka.
- Að taka þátt í erlendum rannsóknaverkefnum.
- Að styðja við nema á BS- og MS-stigi.
- Að miðla niðurstöðum úr rannsóknaverkefnum.
Áhrif rafsegulsviðs
Rafsegulsvið er í raun tvö fyrirbæri:
- Rafsvið
- Segulsvið
Hvort tveggja er tilkomið vegna rafmagns en rafsvið myndast vegna spennumunar milli tveggja punkta og segulsvið vegna rafstraums.
Raf- og segulsvið eru umhverfis okkur alla daga. Af og til spretta upp umræður um möguleg neikvæð áhrif þessara sviða á heilsufar. Til þess að auðvelda almenningi að afla sér upplýsinga um rafsegulsvið höfum við tekið saman upplýsingar, bæði eigin efni og efni frá Finnlandi og Noregi.
Greinar og skýrslur
Grundvöllur kerfishönnunar
Við undirbúning framkvæmda fara fram kerfisrannsóknir sem eru grundvöllur kerfishönnunar – það er fyrsta stig hönnunarferlisins. Slíkar kerfisrannsóknir teljast ekki til sérstakra rannsókna, heldur eru eðlilegur þáttur í undirbúningsferlinu.
Til sérstakra rannsóknaverkefna á þessu sviði má nefna mat á mögulegum lengdum jarðstrengja í flutningskerfinu, mat á flutningsgetu einstakra lína, greining á áreiðanleika kerfisins svo eitthvað sé nefnt.
Tilgangurinn með þessum sérstöku rannsóknaverkefnum innan kerfisrannsókna er m.a. að þau styðji við undirbúningsþáttinn, þ.e. að þegar undirbúningsverkefni hefst sé stóra myndin ljósari.
Greinar og skýrslur
Nýsköpun og samfélag
Við tökum virkan þátt í verkefnum sem snúa að nýsköpun í raforkugeiranum og fela í sér þróun á nýjum búnaði og/eða nýrri tækni
Tilgangurinn með þátttöku í nýsköpunarverkefnum er að leggja sitt af mörkum til að miðla þeirri þekkingu sem hér hefur byggst upp, en ekki síður til þess að kynnast nýjum aðferðum og mynda tengsl við erlendar rannsóknarstofnanir, flutningsfyrirtæki og háskóla.
Flutningskerfi raforku er einn mikilvægasti innviður hvers samfélags. Því er mikilvægt að fyrirtæki eins og okkar sinni einnig rannsóknum sem lúta að samfélaginu. Við fengum til að mynda Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að kanna hvort, og þá hvernig, meta mætti umhverfiskostnað af loftlínum.
Greinar og skýrslur
Við vinnum að margvíslegum umhverfisrannsóknum sem skipta má í tvo flokka:
Áhrif flutningskerfisins á umhverfið
- Landslagsgreining
- Fornleifar
- Vatnsvernd
- Áhrif á ferðaþjónustu og útivist
Áhrif umhverfisins á flutningskerfið
- Tæring á möstrum
- Titringur á leiðurum
- Selta
- Ísing
Áhrif flutningskerfisins á umhverfið eru margs konar og reynt er að gera sem best grein fyrir þeim í mati á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar.
Upplýsingar úr rannsóknum af þessu tagi geta gefið mikilvægar upplýsingar við skilgreiningu á hönnunarforsendum mannvirkja. Skýrt dæmi um það eru mælingar á ísingarálagi. Þá er náttúruvá af ýmsum toga er skoðuð og metin og í undirbúningi verkefna eru skoðaðar líkur á vatns- eða hraunflóðum, öskufalli og jarðskjálftum eftir því sem við á.
Greinar og skýrslur
- Vöktun á jarðstrengjum með hitamælingum - grein
- Hvernig eru umhverfisáhrif raflína metin
- Applicability of InSAR Monitoring of the Reykjanes Peninsula, ISOR 2021
- Landsnet 19046 - Eftirfylgni mats á umhverfisáhrifum - Þeistareykjalína 1 og Kröflulína 4
- Mat á umhverfiskostnaði Hólasandslínu 3
- Cigre natural hazards and the Icelandic powe transmission grid
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR