Markmið okkar er að draga úr kolefnissporinu sem hlýst af okkar starfsemi. Við höfum við greint þá þætti sem hafa áhrif á það og skipt þeim niður í 3 flokka – eftir stöðlum Greenhouse Gas Protocol.
Við erum frábrugðin mörgum félögum þegar kemur að losunarþáttum. Helstu losunarþættir okkar eru
Umfang 1
Bein losun
Meðal annars SF6 gas sem notað er til einangrunar í rafbúnaði í tengivirkjum.
Umfang 2
Óbein losun
Meðal annars flutningstöp sem eru þau töp sem verða við flutning raforku í flutningskerfinu.
Umfang 3
Óbein losun
Meðal annars flug starfsmanna og úrgangur frá félaginu.
SF6 og flutningstöp eru þeir losunarþættir í starfsemi okkar sem hafa mest áhrif á kolefnissporið.
Í stefnunni okkar kemur fram að félagið stefni að kolefnishlutleysi árið 2030 og er unnið að verkefninu kolefnishlutlaust Landsnet innan félagsins. Markmið verkefnisins er að greina núverandi stöðu á þeim þáttum sem eru í útreikningi á kolefnissporinu og útbúa aðgerðaráætlun til næstu ára um hvernig félagið stefni að því að vera kolefnishlutlaust árið 2030.
Nánari upplýsingar um umhverfisstefnuna er að finna í sjálfbærnistefnunni okkar.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR