Holtavörðuheiðarlína 3 er ný 220 kV loftlína sem tengir saman nýtt tengivirki á Holtavörðuheiði og Blöndustöð. Framkvæmdin er mikilvægt skref í endurnýjun byggðalínunnar og verður þessi nýja lína hluti af næstu kynslóð raforkuflutnings á Íslandi.
Markmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi og flutningsgetu raforku um landið, sem stuðlar að efnahagslegum vexti, aukinni atvinnuuppbyggingu og þróun byggða. Holtavörðuheiðarlína 3 tryggir að flutningskerfið uppfylli þarfir nútímans og leggi traustan grunn fyrir framtíðarsýn Íslands í orkumálum.
Þessi metnaðarfulla framkvæmd er lykilþáttur í því að tryggja stöðugt og öflugt raforkukerfi fyrir komandi kynslóðir.
Umhverfismatsskýrsla fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3 hefur verið gefin út. Formlegt kynningarferli hófst þann 3.01.2025 og stóð til 17.02.2025.
Opin hús voru haldin:
- 15. janúar á Krúttinu Blönduósi
- 16. janúar á Hótel Laugarbakka
- 21. janúar á Hótel Nordica, 2.hæð
Við þökkum öllum sem mættu á opnu húsin fyrir komuna og samtalið.
Skýrslan er aðgengileg á Skipulagsgáttinni og hægt verður að senda inn umsagnir og athugasemdir til 17. febrúar 2025.