Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti
Uppskeruhátíð sumarháskólanema hjá Landsneti fór fram í gær með kynningum á þeim verkefnum sem nemarnir hafa unnið að hjá fyrirtækinu í sumar. Voru þær hinar áhugaverðustu og háskólanemarnir ánægðir með þá reynslu sem þeir höfðu aflað sér hjá Landsneti.
Yfirlýsing vegna raforkuskerðingar til verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins
Í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins í dag, þar sem látið er að því liggja að Landsnet hafi fyrirvaralaust „kippt úr sambandi“ verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins vegna viðhalds á línu, er rétt að árétta eftirfarandi:
Endurnýjun Hellulínu 2 undirbúin
Landsnet undirbýr nýja jarðstrengstengingu milli Hellu og Hvolsvallar, sem leysa mun af hólmi núverandi loftlínu, Hellulínu 2, en hún er með elstu línum í flutningskerfinu, eða frá árinu 1948, og þarfnast orðið endurnýjunar.
Hagnaður Landsnets ríflega 1,2 milljarðar króna fyrstu sex mánuði ársins
Hagnaður Landsnets fyrstu sex mánuði ársins nam 1.231 mkr. samanborið við 1.488 mkr. hagnað fyrir sama tímabil árið 2013.
Grænt ljós á tengingu kísilvers United Silicon við flutningskerfi Landsnets
Öllum fyrirvörum vegna samkomulags um raforkuflutninga fyrir kísilver United Silicon í Helguvík hefur nú verið aflétt. Hönnun og undirbúningur framkvæmda fer nú á fullan skrið hjá Landsneti og er miðað við að orkuafhending hefjist í febrúar 2016. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 1,3 milljarðar króna.
Á að gera verklag gagnsærra og efla samráð við hagsmunaðila
Drög að frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, þar sem kveðið er á með ítarlegum hætti hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, er nú til almennrar kynningar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að kerfisáætlun um langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfisins á Íslandi fái þann lagalega grundvöll sem nauðsynlegur er fyrir áætlun sem lýtur að jafn mikilvægum grunnkerfum landsins.
Skipulagsstofnun hafnar ósk um endurskoðun matsskýrslu um Suðurnesjalínu 2
Skipulagsstofnun hefur hafnað erindi frá landeigendum tiltekinna jarða á Vatnsleysuströnd sem óskuðu eftir því að matsáætlun Landsnets um Suðurnesjalínu 2, sem er hluti áforma um lagningu Suðvesturlína, yrði endurskoðaður.
Landsnet á atvinnulífssýningu á Bifröst
Landsnet tekur þátt í sýningu um íslenskt atvinnulíf sem opnuð var á Bifröst í byrjun júní og stendur yfir í allt sumar.
Viðurkenning fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði
Gunnar Ingi Valdimarsson fékk á dögunum viðurkenningu Tæknifræðingafélags Íslands fyrir lokaverkefni í Háskólanum Reykjavík sem unnið var fyrir Landsnet í vetur, undir leiðsögn Ragnars Guðmannssonar. Titill verkefnisins er „Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls“ en aðeins þrjú verkefni fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði á þessu ári.
132 tonn hífð inn í varaaflsstöð Landsnets á Vestfjörðum
Varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er nú óðum að taka á sig mynd. Díselvélarnar sex, sem þar verða til taks frá og með haustinu, komu til landsins í byrjun mánaðarins. Vinnu við að hífa þær á sinn stað í vélahúsinu er nú lokið og hægt að hefjast handa við uppsetningu þeirra og frágang.
Unnið að auknum rafmagnsflutningi til Eyja
Undirbúningur fyrir aukna rafmagnsflutninga til Vestmannaeyja stendur nú yfir hjá Landsneti og fleiri aðilum í kjölfar lagningar Vestmannaeyjastrengs 3 í fyrra. Hann er gerður fyrir 66 kV spennu en var til að byrja með tengdur á 33 kV spennu, þannig að hægt er að auka flutninginn, án þess að leggja þurfi nýjan streng.
Falsboð í tölvubúnaði orsök truflunar í raforkukerfinu
Alvarlegar rekstrartruflanir urðu í raforkukerfi Landsnets í fyrradag þegar unnið var að uppfærslu tölvubúnaðar orkustjórnkerfis fyrirtækisins. Atvikið leiddi til mikillar undirtíðni í öllu kerfinu og undirtíðniútleysinga bæði á Austurlandi og Suðvesturlandi. Rekstur byggðalínunnar er löngu kominn að þanmörkum og spennusveiflur tíðar, einkum austanlands, því lítið má út af bregða í stjórn raforkukerfisins.
Heimildamyndin Lífæðin til Eyja sýnd í Sjónvarpinu
Þegar í ljós kom haustið 2012 að rafmagnsflutningur til eins mikilvægasta sjávarútvegsbæjar Íslands, Vestmannaeyja, hékk á bláþræði var allt kapp lagt á að leggja nýjan og öruggan sæstreng milli lands og Eyja sumarið 2013.
Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi
Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi hefur verið unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og Vegagerðina með það að meginmarkmiði að skapa heildaryfirlit yfir mannvirkjagerð á svæðinu. Nauðsynlegt er að leggja mat á legu vegar og línu saman, ekki síst með tilliti til sjónrænna áhrifa. Æskilegt er að mannvirkin verði á „mannvirkjabelti“ Sprengisands, þó þannig að hæfileg fjarlægð verði á milli þeirra. Forathugunin er unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats og er hugsuð sem fyrsta upplegg til umræðu um valkosti.
Nýr spennir í tengivirki Landsnets í Fljótsdal
Samsetningu er nú að ljúka á nýjum 100 MVA spenni í tengivirki Landsnets í Fljótsdal og er gert ráð fyrir að hann verði kominn í rekstur í byrjun ágústmánaðar. Nýi spennirinn leysir af hólmi spenni 8 í tengivirkinu og verður hann í framhaldinu sendur til Bretlands í viðgerð.
Vélbúnaður í varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík á leið til landsins
Vélbúnaður fyrir varadíselrafstöð Landsnets í Bolungarvík er væntanlegur til landsins um hvítasunnuhelgina, eða eftir tæpan mánuð, og er ætlunin að þá hefjist strax vinna við uppsetningu vélanna. Til að það megi verða er nú keppst við að ljúka þeim verkhlutum sem þurfa að vera búnir svo uppsetningin geti hafist en stefnt er að því að stöðin verði gangsett í lok október eða byrjun nóvembermánaðar.
Vistferilgreining á flutningskerfi Landsnets
Vistferilgreining (Live Cycle Assessment) fyrir öll spennustig loftlína og tengivirkja í flutningskerfi Landsnets leiðir í ljós að árangursríkasta leiðin til að draga úr kolefnisspori fyrirtækisins er að minnka flutningstöp í raforkukerfinu og nota eingöngu leiðara eða háspennuvíra sem framleiddir eru á svæðum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða ál, svo sem eins og á Íslandi. Þá sýnir greiningin að umhverifsáhrifin miðað við flutta kílóvattstund (kWh) eru minnst í 220 kílovolta (kV) flutningskerfinu hérlendis.
Flutningskerfið þarf að styrkja
Skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landsnet sýnir að meirihluti svarenda er fylgjandi virkjun og nýtingu endurnýjanlegrar orku og vill áframhaldandi uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. Innan við helmingur svarenda segist verða var við loftlínur í næsta nágrenni sínu eða annars staðar en meirihluti svarenda vill nýta jarðstrengi að minnsta kosti til jafns við loftlínur. Færri vilja hins vegar greiða hærra verð fyrir raforkuna til að fá jarðstrengi í stað loftlína.
Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016.
Viðgerð við erfiðar aðstæður lokið á Þeistareykjastreng
Það tekur umtalsvert lengri tíma að gera við jarðstreng en loftlínu við bestu skilyrði, hvað þá þegar veðurfar og snjóalög setja strik í reikninginn, eins og Landsnetsmenn fengu að reyna við viðgerð á Þeistareykjalínu 2, 66 kílóvolta jarðstreng, sem bilaði í ársbyrjun en hefur nú verið tekinn aftur í notkun.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR