30.10.2013

Landsnet lækkar gjaldskrá upprunaábyrgða endurnýjanlegrar orku

Gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgðar á raforku hefur verið lækkuð um tæplega 40% þar sem tekjur fyrirtækisins af útgáfu upprunaskírteinanna hafa reynst umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir þegar útgáfa þeirra hófst fyrir tæpum tveimur árum.

24.10.2013

Snjöll orkunýting í Eyjum

Landsnet hefur boðið hagsmunaaðilum í Vestmannaeyjum til samstarfs um betri orkunýtingu í Vestmannaeyjum og var hugmyndin kynnt í tengslum við formlega spennusetningu nýs sæstrengs til Eyja á dögunum.

24.10.2013

Aukinn kostnaður vegna flutningstapa í raforkukerfinu

Verð á rafmagni sem Landsnet kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu hækkaði umtalsvert í nýafstöðnu útboði og mun það leiða til gjaldskrárhækkunar á flutningstöpum hjá fyrirtækinu. Lætur nærri að verðið hækki um helming milli ára en undanfarin ár hefur meðalverðið farið lækkandi. Meginskýringin á hækkuninni nú er minna framboð raforku og meiri töp í flutningskerfinu.

14.10.2013

Svar við opnu bréfi til Landsnets

Raforkukerfi Landsnets gegnir mikilvægu hlutverki sem þjóðbraut raforkunnar og á að tryggja almenningi og fyrirtækjum landsins öruggan aðgang að rafmagni – sem fæstir geta verið án í okkar nútímasamfélagi.

9.10.2013

Nýr sæstrengur Landsnets til Vestmannaeyja tekinn í gagnið

Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spennusetti í dag Vestmannaeyjastreng 3 en aðeins er rúmt ár frá því ákveðið var að flýta strenglögninni til að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. Mun slíkur framkvæmdahraði við lagningu sæstrengs vera óþekktur í heiminum. Upplýst var við athöfnina í dag að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti.

7.10.2013

Umfangsmikil viðbúnaðaræfing Landsnets í undirbúningi

Alvarlegt atvik tengt náttúruhamförum sem hefur mikil áhrif á allt raforkukerfið og raforkuafhendingu á öllu landinu er þema umfangsmikillar viðbúnaðaræfingar Landsnets sem fram fer í byrjun nóvembermánaðar.

1.10.2013

GARPUR í tímariti Háskólans í Reykjavík

Fjallað er um rannsóknarverkefnið GARPUR, sem á dögunum 1,2 milljarða styrk úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins, í nýjasta tölublaði tímarits Háskólans í Reykjavík en skólinn og Landsnet standa að verkefninu ásamt öðrum evrópskum háskólum, rannsóknarstofnunum og raforkuflutningsfyrirtækjum.

26.9.2013

Truflun í flutningskerfinu

Umtalsverð truflun varð í rekstri flutningskerfis Landsnets rétt fyrir kl. 18 í gærkvöldi vegna útleysingar stóriðju á Suðvesturlandi.

20.9.2013

Góður gangur í byggingu nýs tengivirkis Landsnets á Ísafirði

Framkvæmdir við nýtt tengivirki Landsnets á Ísafirði ganga vel og stefnt að því að það verði komið í gagnið um mitt næsta sumar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Orkubú Vestfjarða og er áætlaður heildarkostnaður við það um hálfur milljarður króna.

19.9.2013

Fimm staurastæður brotnar í Laxárlínu 1

Við skoðun á Laxárlínu 1 í gær kom í ljós að fimm staurastæður hafa brotnað í línunni vegna ísingarálags í óveðrinu sem gekk yfir landið um og upp úr helgi. Töluverðar truflanir urðu í flutningskerfi Landsnets í óveðrinu en þetta eru einu skakkaföllin sem kerfið varð fyrir svo vitað sé.

16.9.2013

Truflanir í flutningskerfi vegna óveðurs en lítið um straumleysi

Raforkuflutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum stóráföllum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag. Útleysingar hafa orðið á flutningslínum á nokkrum stöðum en þær hafa ekki valdið rafmagnsleysi, nema stutta stund í gærkvöldi í Vík í Mýrdal og nágrannasveitum.

16.9.2013

Spálíkön um ísingu á raflínum að líta dagsins ljós

Landsnet hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir og unnið að þróun aðferða til að herma áhleðslu ísingar á raflínur. Vonir standa til að innan tíðar verði hægt að beita veðurfarslíkönum og sérstökum ísingarlíkönum til að kortleggja og herma þessa þætti og spá í framhaldinu nokkra daga fram í tímann fyrir um ísingu á loftlínum. Í tengslum við verkefnið hafa íslenskir sérfræðingar aðstoðað við mat á ísingarhættu vegna línulagna í Kanada.

12.9.2013

Yfirstjórn Landsnets í vettvangsferð á hálendinu og eystra

Stjórn og framkvæmdastjórn Landsnets lögðu á dögunum land undir fót og skoðuðu fyrirhugaðar línuleiðir yfir hálendið og á Norðaustur- og Austurlandi, heimsóttu virkjanir og skiptust á skoðunum við sveitarstjórnarmenn. Ferðin stóð yfir á fjórða dag og var mjög upplýsandi fyrir bæði fulltrúa Landsnets og viðmælendur þeirra.

9.9.2013

Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets

Ef ekki verður farið í frekari uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi mun það á næstu árum leiða af sér ýmsa erfiðleika hjá raforkunotendum og kosta þjóðfélagið milli þrjá og 10 milljarða króna á ári – eða á bilinu 36 – 144 milljarða króna næsta aldarfjórðunginn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet.

6.9.2013

Landsnet kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar um Kröflulínu 3

Landsnet hefur sent úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 9. ágúst 2013 um tillögu að matsáætlun Kröflulínu 3, nýrrar 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð.