Lyklaskipti hjá Landsneti — Ragna tekin við sem forstjóri
Ragna Árnadóttir hefur tekið við starfi forstjóra Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson þar með látið af störfum eftir farsælan feril hjá fyrirtækinu.
Lagning nýrra rafstrengja til Vestmannaeyja hafin
Lagning tveggja nýrra rafstrengja frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja er hafin. Verkið er unnið af norska fyrirtækinu Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja.
Samanburður á umhverfismati og raunverulegum áhrifum framkvæmda
Undanfarin misseri höfum við unnið að því að fylgja eftir umhverfismati framkvæmda með mælingum á vettvangi. Markmiðið er að kanna hvort áhrif framkvæmda á umhverfið séu í samræmi við það sem spáð var fyrir um í umhverfismatinu.
Gagnsæi og traust á raforkumarkaði – um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum.
Sögulegur dagur í sólinni – fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið
Í morgun reis fyrsta mastrið af 86 í Suðurnesjalínu 2 og markar það tímamót í verkefninu.
Flutningskerfi framtíðarinnar kynnt á fundi í Reykjavík
Síðasti fundurinn í fundaröð Landsnets um flutningskerfi framtíðarinnar fór fram í morgun í Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica.
Kerfisáætlun kynnt á Akureyri
Kynningarfundur um drög að nýrri Kerfisáætlun fór fram á Akureyri 8. maí en fundurinn var hluti af fundaröð sem nú er í gangi. Fundurinn var vel sóttur og skapaðist lífleg umræða um mikilvægar framkvæmdir á Norðurlandi og framtíð flutningskerfisins.
Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi
Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi hefur verið unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og Vegagerðina með það að meginmarkmiði að skapa heildaryfirlit yfir mannvirkjagerð á svæðinu. Nauðsynlegt er að leggja mat á legu vegar og línu saman, ekki síst með tilliti til sjónrænna áhrifa. Æskilegt er að mannvirkin verði á „mannvirkjabelti“ Sprengisands, þó þannig að hæfileg fjarlægð verði á milli þeirra. Forathugunin er unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats og er hugsuð sem fyrsta upplegg til umræðu um valkosti.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR