17.11.2021

Raforkuverð vegna flutningstapa

Raforkuverð vegna flutningstapa verður 5.923 kr/MWst fyrir fyrsta ársfjórðung 2022, hækkar um 25% miðað við sama tíma í fyrra.

3.11.2021

Seinkun á Hólasandslínu

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3, tenginguna á milli Hólasands og Akureyrar, hófust í ágúst 2020 og var áætlað að taka línuna í rekstur í lok árs 2021. Nú er ljóst að seinkun verður á því að línan verði tekin í rekstur. Helstu ástæður eru að við höfum verið óheppin með veður á framkvæmdasvæðinu, síðasti vetur var snjóþungur, tafir urðu á ákveðnum verkþáttum og heimsfaraldurinn gerði ekki auðvelt fyrir, bæði þegar kom að mannskap og aðföngum.

20.10.2021

Orkufyrirtækin gera samstarfssamning um varnir gegn netglæpum

Aðildarfyrirtæki Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja, sem eiga aðild að netöryggisráði Samorku og norska fyrirtækið KraftCert hafa gert með sér samstarfssamning um varnir og viðbúnað fyrir netöryggi. Netöryggi er ein stærsta áskorun stjórnenda í dag og samstarfið styrkir orku- og veitufyrirtæki landsins enn frekar í baráttunni gegn stafrænum glæpum.

5.10.2021

Ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 felld úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og kerfisáætlun sem samþykkt hefur verið af Orkustofnun

16.9.2021

Saga um glötuð tækifæri

Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum.

10.9.2021

Kröflulína 3, fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu spennusett

Það var stór dagur hjá okkur hjá Landsneti í dag þegar fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, var spennusett. Línan á sér langa sögu og hefur undirbúningur staðið um langt skeið . Framkvæmdir hófust árið 2019 og var hún byggð við miklar áskoranir. Slæmt veður og heimsfaraldur settu mark sitt á framkvæmdina.

19.8.2021

Stöðugur rekstur

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2021 var lagður fram í dag.

19.8.2021

Bíðum spennt eftir að hraunið renni yfir skurðinn

Við hjá Landsneti tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni í Nátthaga í nágrenni við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli.

16.8.2021

Brýnt að endurnýja byggðalínuna - Mikið álag á flutningskerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum

Vatnshæð í Þórisvatni á þessum árstíma hefur aldrei mælst lægri en í sumar, eins og fram hefur komið í fréttum. Landsvirkjun hefur réttilega bent á að ekki þurfi að óttast raforkuskort í vetur en staðan í Þórisvatni er áminning um mikilvægi þess að geta flutt raforku milli landshluta hverju sinni. Á sama tíma og vatnshæð er óvenju lág í Þórisvatni er staða miðlunarlóna á Norður- og Austurlandi ágæt.

22.7.2021

Framkvæmdafréttir

Við erum á fullu í framkvæmdum og á síðustu vikum hafa fjölmörg ný flutningsvirki verið spennusett og tekin í rekstur, góður gangur er í Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3 og ný hringtenging á Austfjörðum var tekin í rekstur í sumar og þar með var stórum áfanga náð í styrkingu kerfisins á svæðinu.

19.7.2021

Landsnet og Etix Everywhere Borealis skrifa undir viljayfirlýsingu um aukningu flutnings til gagnaversins

Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins.

30.6.2021

Rafrænn kynningarfundur um kerfisáætlun 2021-2030

Við bjóðum til kynningarfundar um kerfisáætlun 2021-2030 undir yfirskriftinni „Grunnur að grænni framtíð“ fimmtudaginn 1. júlí nk.

22.6.2021

Holtavörðuheiðarlína 1 - Hafðu áhrif – taktu þátt í að ákveða línuleiðina með okkur

Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum og hugmyndum að valkostum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.

14.6.2021

Landsnet tekur lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum

Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljóna Bandaríkjadala, um 6 milljarðar króna, til að fjármagna framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3.

10.6.2021

Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2024 og umhverfisskýrslu eru nú í opnu umsagnarferli.

27.5.2021

Boðum til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1

Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní.

5.5.2021

Erum að framkvæma víðsvegar um landið

Fjölmörg framkvæmdaverkefni eru í gangi þessa dagana og spennusetningar nýrra virkja áætlaðar á næstu vikum.

26.4.2021

Landsnet kærir ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um höfnun framkvæmdaleyfis

Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir sömu framkvæmd. Landsnet byggir kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um. ​

12.4.2021

Ný útgáfa af skilmála um samskipti á raforkumarkaði

Auknar áherslur hafa verið á neytendavernd​ og að efla samkeppni á raforkumarkaði. Þær áherslur endurspeglast í nýrri útgáfu af skilmála Landsnets um samskipti aðila á raforkumarkaði sem öðlaðist gildi 8. apríl 2021.

8.4.2021

Stór eyja og lítil orkuvinnsla, hærri kostnaður – eða hvað?

Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins.