29.4.2025

Kynning á nýrri kerfisáætlun hafin - öruggt rafmagn fyrir alla

Við hjá Landsneti höfum hafið kynningu á nýrri kerfisáætlun fyrir árin 2025–2034 en fyrsti kynningarfundurinn fór fram á Egilsstöðum í dag. Kerfisáætlunin varpar ljósi á framtíðarsýn okkar um ábyrga uppbyggingu raforkuflutningskerfisins til að mæta vaxandi orkuþörf og stuðla að orkuskiptum á Íslandi.

22.4.2025

Hvernig tryggjum við sam­keppnis­hæfni þjóðar?

Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára.

10.4.2025

Sterkt flutningskerfi forsenda orkuöryggis - Kerfisáætlun Landsnets 2025 - 2034 komin í opið umsagnarferli

Kerfisáætlunin okkar er nú komin í umsagnarferli, hún er ein mikilvægasta stefnumótunin okkar þar sem við leggjum línurnar fyrir þróun raforkukerfisins til næstu ára og förum yfir þær framkvæmdir sem eru framundan.

31.3.2025

Ný stjórn Landsnets - Haraldur Flosi Tryggvason Klein kjörinn stjórnarformaður

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var föstudaginn 28. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Haraldur Flosi Tryggvason Klein formaður, Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Kristján Arinbjarnar, Stefán Pétursson og Ruth Elfarsdóttir. Varamenn voru kosin þau Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir og  Einar Þorsteinsson.

18.3.2025

Högg kom á kerfið þegar Norðurál sló út

Fyrr í kvöld sló Norðurál út og við það kom högg á kerfið. Yfir 700 Megavött (MW) sem fóru út á augabragði sem telst gríðarlega stórt högg á flutningskerfið.

18.3.2025

Gjald vegna flutningstapa lækkar

Þann 1. apríl verða gerðar breytingar á flutningsgjaldskrá vegna flutningstapa.

13.3.2025

Héraðsdómur hafnar kröfu landeigenda - Suðurnesjalína 2 í rekstur í haust

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu nokkurra landeigenda um að ógilt yrði ákvörðun umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnet til eignarnáms réttinda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í landi þriggja jarða í Sveitarfélaginu Vogum.

12.3.2025

„Án orku verður ekki hagvöxtur“

Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum.

6.3.2025

Flutningur rafmagns fyrir þjóðaröryggi í brennidepli á vorfundi Landsnets

„Það sem þið gerið er krítískur þáttur í þjóðaröryggi Íslendinga.  Þið getið bókstaflega sagt, við erum ljós Íslands, þegar þið haldið ljósunum logandi í hamförum þá haldið þið einnig voninni lifandi um að þó það gefi á bátinn, þá verði þetta allt í lagi“.

6.3.2025

Ný gjaldskrá tók gildi 1. mars

Nýlega var innmötunargjald endurgreitt til raforkuframleiðenda og í kjölfarið höfum við endurmetið gjaldskrána til að tryggja stöðugleika. Þetta endurmat hefur hvorki áhrif á gildandi tekjumörk sem Raforkueftirlitið hefur sett Landsneti né á heildartekjur fyrirtækisins.

4.3.2025

Sköpum virði fyrir samfélagið með öruggum og sjálfbærum rekstri: Sjálfbærni-, árs og frammistöðuskýrsla 2024 er komin út

Sjálfbærni-, árs- og frammistöðuskýrslan okkar fyrir árið 2024 veitir skýra mynd af árangri Landsnets á árinu. Hún sýnir hvernig við tryggjum traustan raforkuflutning, eflum afhendingaröryggi og vinnum að sjálfbærri framtíð.

20.2.2025

Sterkur grunnur til framtíðar: Ársreikningur 2024 lagður fram

Ársreikningur Landsnets 2024 var samþykktur á fundi stjórnar í dag, 20. febrúar 2025.

17.2.2025

Ragna Árnadóttir ráðin forstjóri Landsnets

Stjórn Landsnets hefur ráðið Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, sem forstjóra fyrirtækisins og mun hún hefja störf þann 1. ágúst.

4.2.2025

Verk- og matslýsing kerfisáætlunar 2025 - 2034 komin út

Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025 - 2034 er komin út. Þar er meðal annars er gerð grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar og hvernig efnistök umhverfisskýrslu eru fyrirhuguð.

9.1.2025

52 sóttu um starf forstjóra

Leitin að næsta forstjóra Landsnets er komin á fullt skrið og mikil eftirvænting ríkir um hver muni taka við keflinu en alls bárust 52 umsóknir um starfið, 17 konur og 35 karlar.

6.1.2025

Með nýrri kynslóð magnast spennan

Í 20 ár höfum við stuðlað að öruggri og stöðugri afhendingu raforku til landsmanna. Með nýrri kynslóð byggðalínu magnast spennan og þannig tryggjum við öflugra flutningskerfi fyrir framtíðina.

3.1.2025

Niðurstöður úr útboði á raforku vegna viðbótartapa

Þann 12. nóvember fékk Landsnet niðurstöður úr  útboði á raforku vegna viðbótartapa á fyrri hluta næsta árs. Orka vegna grunntapa fyrir sama tímabil var þegar tryggð í júní síðastliðnum.

2.1.2025

Uppfærsla á gjaldskrám Landsnets fyrir árið 2025

Um áramótin tekur ný gjaldskrá gildi hjá Landsneti. Styrking flutningskerfisins og uppbyggingin sem fylgir því er einn mikilvægasti hlekkurinn í auknu raforkuöryggi og lífsgæði í landinu.

13.12.2024

Ert þú næsti forstjóri Landsnets?

Við erum að leita að öflugum og framtakssömum leiðtoga með skýra framtíðarsýn og hugrekki til að stýra Landsneti inn í spennandi tíma umbreytinga.

12.12.2024

Kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfis vísað frá

Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 ganga vel og er tæplega helmingi af vinnu við slóðagerð, jarðvinnu og undirstöður lokið.