Lykillínur í orkuskiptunum
Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma.
Holtavörðuheiðarlína 3
Opnir fundir fyrir landeigendur og aðra hagaðila 22. nóvember Hótel Laugarbakka, Miðfirði 20:00–21:30 23. nóvember Félagsheimilinu Blönduósi 16:30–18:00
Viltu hafa áhrif á framtíðina ?
Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2023 - 2032 er komin út.
Landsnet styður við vöruþróun Alor
Landsnet og íslenska tæknifyrirtækið Alor hafa gert með sér samning um aðkomu Landsnets að vöruþróun og prófunum á vistvænum álrafhlöðum félagsins, kyrrstæðum rafhlöðum sem m.a. verður unnt að nýta sem varaafl.
Skiptir það máli fyrir vinnustað eins og Landsnet að huga að jafnréttismálum ?
Í morgun voru Jafnréttisdagar Landsnets formlega settir og um leið voru kynntar niðurstöður úr Jafnréttisskýrslu Landsnets en þetta er í fyrsta skiptið sem fyrirtækið gefur út skýrslu eins og þessa og heldur sérstaka jafnréttisdaga.
Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri
Landsnet hefur stofnað dótturfélag sem hefur það hlutverk að setja á fót og reka heildsölumarkað raforku á Íslandi. Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins.
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa
Nú liggur fyrir kostnaður við útboð á orku vegna flutningstapa fyrir þriðja ársfjórðung 2022.
Eggert Benedikt Guðmundsson nýr stjórnarmaður hjá Landsneti
Á hluthafafundi Landsnets þann 1. júní var Eggert Benedikt Guðmundsson kosinn í stjórn Landsnets. Eggert Benedikt er rafmagnsverkfræðingur og MBA, sem hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu sem forstjóri og stjórnarmaður.
Stefna stjórnvalda ógnar ekki raforkuöryggi á Suðurnesjum
Ógnar stefna stjórnvalda raforkuöryggi á Suðurnesjum? spyr Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Voga í aðsendri grein í Víkurfréttum. Svarið við þessari spurningu er nei en tafir á lagningu Suðurnesjalínu 2 ógna raforkuöryggi á Suðurnesjum.
Bilun í símkerfi
Landsnet og SNERPA Power skrifa undir viljayfirlýsingu
Landsnet og SNERPA Power skrifuðu á dögunum undir viljayfirlýsingu um að fara í tilraunaverkefni sem miðar að því auka aðgengi stórnotenda að reglunaraflsmarkaði Landsnets og auðvelda þátttöku þeirra á markaði.
Holtavörðuheiðarlína 1 - Opinn fundur fyrir landeigendur og haghafa
Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Fullt orkusjálfstæði er mögulegt
Íslendingar geta verið þakklátir fyrir það að búa við frið og öryggi – þar á meðal orkuöryggi - nú þegar víðsjárverðir tímar og stríðsátök eru í Evrópu, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra á vorfundi Landsnets sem fram fór í gær. Þar setti hann markmið Íslands í loftslagsmálum í samhengi við umræðu um orkuöryggi á heimsvísu.
Tafir og töpuð tækifæri
Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics.
Framtíðin var í gær - tími aðgerða er núna
Til að orkuskipti geta orðið er ekki nóg að vinna raforku, heldur verður hún að skila sér með öruggum og hagkvæmum hætti til notenda.
Jarðstrengir í flutningskerfinu – sýnd veiði en ekki gefin?
Í þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína segir að meginreglan, við lagningu nýrra flutningslína eða endurnýjun eldri í landshlutakerfum raforku, skuli vera að notast við jarðstrengi – að því gefnu að það sé tæknilega mögulegt og kostnaðarhlutfall miðað við loftlínu sé innan ákveðinna marka.
Breyting á gjaldi virkjana í takt við nýja tíma
Þann 1.apríl verður breyting á flutningsgjaldskrá Landsnets, gjaldskrá framleiðenda mun hækka en lækka hjá stórnotendum og dreifiveitum.