Framkvæmd

Vestmannaeyjastrengur 1 tekinn úr rekstri, varaafl keyrt á meðan

Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 21:00 munum við þurfa að taka Vestmannaeyjastreng 1 úr rekstri í 2 -3 tíma vegna vinnu i tengirými Landsnet og í dreifistöð 14 hjá HS veitum. Aðgerð sem er ætluð til þessa að auka afhendingaröryggi i Eyjum á meðan að Vestmannaeyjastrengur 3 er úr rekstri.

Á meðan á aðgerðinni stendur mun varaaflið sjá Vestmannaeyjum fyrir rafmagni en búast má við einhverjum truflunum á meðan. En við vonumst til þess að svo verði ekki og að allt gangi að óskum.

Minnum á að ef til truflana kemur munu við birta upplýsingar á www.landsnet.is og www.hsveitur.is ásamt því að tilkynningar verða settar á samfélagsmiðla fyrirtækjanna.

Takk fyrir skilninginn og þolinmæðina
Landsnet og HS veitur.

Ljósmynd fengin á vef Herjólfs https://herjolfur.is/ 

Aftur í allar fréttir