Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa


01.10.2020

Framkvæmd

Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og skerðanlegs flutnings hjá dreifiveitu.

Flutningstöp

Nú liggur fyrir kostnaður við útboð á flutningstöpum fyrir fjórða ársfjórðung 2020 og mun gjald vegna flutningstapa verða 85,57 kr. á MWst. Gjaldið fyrir þriðja ársfjórðung var 75,38 kr. á MWst.

Flutningstöp eru boðin út á þriggja mánaða fresti og endurspeglar innkaupsverð okkar gjaldskrá vegna flutningstapa hverju sinni. Innkaupsverð okkar á flutningstöpum er mismunandi milli ársfjórðunga þar sem raforkuverð sveiflast eftir árstíðum. Hægt er að kynna sér betur niðurstöðu eftir útboð á flutningstöpum í frétt okkar á neðangreindum tengli.

Skerðanlegur flutningur hjá dreifiveitu

Tekin hefur verið ákvörðun um að hækka gjaldskrá á skerðanlegum flutningi til dreifiveitna um 2,5% frá og með 1. október. Breytingin er vegna þess að taka þarf tillit til tekjumarka og tekur hún mið af lífskjarasamningnum. Ofangreindar breytingar hafa ekki áhrif á rafmagnsreikning heimila í landinu.

Aðrir gjaldskrárliðir, en þeir sem eru nefndir hér að ofan, munu haldast óbreyttir.  

Hér er tengill í frétt um útboð á flutningstöpum fyrir fjórða ársfjórðung 2020

Hér er tengill í frekari upplýsingar um gjaldskrár Landsnets ásamt gjaldskránni.

Aftur í allar fréttir