Á síðasta ári var unnið að endurnýjun samninga um innkaup á reiðuafli þar sem tveir samningar runnu út á árinu.
Annars vegar var um að ræða samning um 30 MW reiðuafl í Fljótsdalsstöð og hins vegar 30 MW reiðuafl á Þjórsársvæði. Fyrirhuguð endurnýjun samninga var auglýst í mars á síðasta ári.
Nú liggja fyrir tveir nýir samningar við Landsvirkjun. Þá má nálgast hér á vef okkar, líkt og fyrri samninga.
Auglýsing um endurnýjun samninga birtist á vef Landnets 2. mars 2018.