Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2024 og umhverfisskýrslu eru nú í opnu umsagnarferli.
Helsta breytingin frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun styrking meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Með því er komið á 10 ára áætlun um þróun meginflutningskerfisins, fyrsti hluti nýrrar kynslóðar byggðalínu, sem innifelur samfellda 220 kV tenging frá Suðurnesjum og Austurlandi ásamt styrkingu á meginflutningskerfinu á Vestfjörðum.
Nýtt framkvæmdaár
Við framkvæmdaáætlun hefur bæst við eitt nýtt framkvæmdaár, 2024. Helstu fjárfestingar eru áframhaldandi endurnýjun og yfirbyggingar tengivirkja. Engin stór línuframkvæmda bætist við að þessu sinni, en endurnýjun Kolvíðarhólslínu 1 á milli Hellisheiðar og Reykjavíkur er komin á áætlun. Um er að ræða endurnýjun leiðara og mastra línunnar á sömu undirstöðum í þeim tilgangi að auka flutningsgetu hennar og létta þannig á flöskuhálsum til höfuðborgarsvæðisins.
Nánari upplýsingar um framkvæmdir, tímaramma og hagræn áhrif má finna á hér á www.landsnet.is .
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins.
Frestur til að skila inn skriflegum umsögnum er til 30. júlí næstkomandi.