Sumarvinna háskólanema


31.01.2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf háskólanema.

Á hverju sumri veitir Landsnet hópi háskólanema vinnu við margvísleg störf. Áhersla er lögð á að háskólanemar fái að spreyta sig á raunhæfum verkefnum sem tengjast bæði sínu sviði og starfsemi fyrirtækisins. Þannig leggur Landsnet sitt að mörkum við að byggja upp og viðhalda þekkingu á sviði raforku og efla þekkingu háskólanema. Landsnet leitar nú að öflugum háskólanemum til starfa. Starfstímabil háskólanema er 3 mánuðir. Hægt er að sækja um hér.
Aftur í allar fréttir