Landsnet auglýsir laus störf til umsóknar; Forstöðumaður upplýsingatækni, rafiðnaðarmaður á Akureyri og stöðu verkefnastjóra til að stýra framkvæmdaverkum á vegum fyrirtækisins.
Forstöðumaður Upplýsingatækni
Við leitum að stjórnanda sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að þróa upplýsingatæknikerfi Landsnets í takt við þá mikilvægu innviði sem fyrirtækið rekur.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Yfirumsjón með rekstri UT kerfa, stjórnbúnaðar og fjarskiptakerfa þ.m.t. orkustjórnkerfis og annarra rauntímaupplýsingakerfa fyrirtækisins ásamt þjónustu við þau
• Ábyrgð á upplýsingaöryggi Landsnets
• Stefnumótun í upplýsingatæknimálum. Þróun verklags og forgangsröðun verkefna
• Ábyrgð á hugbúnaðarleyfum ásamt samningum við birgja og samstarfsaðila
• Mannaforráð með starfsmönnum upplýsingatækni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Meistaragráða í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun
• Stjórnunarreynsla, frumkvæði og leiðtogahæfileikar
• Þekking og reynsla af þróun upplýsingatækni- og fjarskiptakerfa fyrir mikilvæga innviði
• Þekking á raforkukerfum kostur
• Góð öryggisvitund og þekking á áhættugreiningu upplýsingaöryggis
• Starfið krefst mikilla samskiptahæfileika
Nánari upplýsingar veitir Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Kerfisstjórnunarsviðs, sími: 563-9300, netfang: iris@landsnet.is
Rafiðnaðarmaður á Akureyri
Vilt þú vinna á nýrri starfsstöð Landsnets á Akureyri? Um er að ræða fjölbreytt starf fyrir ábyrgan einstakling við að tryggja örugga afhendingu rafmagns á Íslandi. Starfsvettvangur teygir sig um allt land.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Rekstur og viðhald á tengivirkjum (há- og lágspennubúnaði), háspennulínum og -strengjum
• Þátttaka í framkvæmdaverkefnum við endurnýjun og nýbyggingar flutningsvirkja
• Þátttaka í gerð viðbragðsáætlana og skipulags vakta
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í rafiðnfræði, sveinspróf í rafvirkjun eða önnur menntun
á rafmagnssviði sem nýtist í starfi
• Sterk öryggisvitund og fyrirmynd í öruggum viðbrögðum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
• Reynsla af miðlun upplýsinga í töluðu og rituðu máli og hæfileiki til að setja fram efni á skýran hátt
Nánari upplýsingar veitir Smári Jónasson, forstöðumaður netþjónustu, sími: 563-9300, netfang: smarij@landsnet.is
Verkefnastjóri
Við leitum að metnaðarfullum verkefnastjóra til að stýra framkvæmdaverkum á vegum fyrirtækisins. Um er að ræða áhugavert starf í öflugum hópi verkefnastjóra.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Verkefnastjórn nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsvirkjum
• Þátttaka í verkefnateymi við hönnun og undirbúning framkvæmda
• Gerð og eftirfylgni framkvæmda-, kostnaðar- og greiðsluáætlana
• Samskipti við hagsmunaaðila innan sem utan fyrirtækisins
• Gerð útboðsgagna og verksamninga
• Umsjón með verklegri framkvæmd, rekstri og uppgjöri verksamninga
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði á rafmagns- eða byggingasviði
• Haldbær reynsla og þekking á verkefnastjórnun framkvæmdaverka
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í samskiptum og virðing fyrir samstarfsmönnum og umhverfi
• Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri
Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, yfirmaður verkefnastjórnunar framkvæmda, sími: 563-9300, netfang: unnur@landsnet.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2017. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Ásta Þorsteinsdóttir, sérfræðingur mannauðsmála og Valka Jónsdóttir, mannauðsstjóri, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is
Um Landsnet
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is