Tilgangur netmála og endurskoðanir
Netmáli Landsnets er samansafn ákveðinna leikreglna sem eru í gildi á raforkumarkaðnum. Hann inniheldur reglur sem settar eru af ENTSO-E, sem er samband flutningsfyrirtækja rafmagns í Evrópu. Í Netmála eru leiðbeiningar frá ENTSO-E til að auðvelda samræmingu, samþættingu og skilvirkni evrópska raforkumarkaðarins.
Vegna þeirra hröðu breytinga sem eiga sér stað á raforkumarkaðnum í dag þarf að vinna vel í að uppfæra og aðlaga netmálana okkar í takt við þá þróun. Með þetta í huga er Landsnet stöðugt í þeirri vinnu að endurskoða og uppfæra sína netmála.
Ferli Landsnets við upptöku netmála
Landsnet styðst við ákveðið ferli við endurupptöku á netmálum sínum til að tryggja að endurritun gangi vel fyrir sig er er sem skilvirkust. Ferlið er eftirfarandi:
- Þörf og markmið: Við ákvörðun um endurskoðun netmála er farið yfir þörfina á að breyta netmálanum og hvert markmiðið með breytingunni á að vera.
- Ritun og rýni: Með markmið breytingarinnar að leiðarljósi hefst næst vinna við endurritun á netmálanum. Eftir að netmálinn hefur verið endurskrifaður er hann settur í rýni innanhúss hjá Landsneti þar sem sérfræðingar okkar tryggja að hann samræmist verklagi allra deilda.
- Umsagnarferli og viðbrögð við umsögnum: Þegar drög að netmála eru tilbúin eru þau send í umsagnarferli til viðskiptavina okkar þar sem þeim gefst kostur á að koma með athugasemdir. Umsagnarferlið er opið samráðsferli með viðskiptavinum okkar og verða þar af leiðandi allar athugasemdir birtar opinberlega. Þegar umsagnarferli lýkur er umsögnum safnað saman og þeim svarað þar sem viðbrögð ásamt tilheyrandi breytingum á skilmálanum verða birt opinberlega.
- Samþykkt og gildistaka: Eftir umsagnarferlið telst netmálinn tilbúinn og er þá sendur til Orkustofnunar til samþykktar. Þegar samþykki fyrir endurskoðuðum netmála er komið er hann gefin út og birtur á heimasíðu Landsnets.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR