Upprunaábyrgðir raforku eru lykillinn að því að tryggja að orkan sé sannarlega endurnýjanleg. Með þeim er hægt að taka upplýsta ákvörðun um að styðja við framleiðslu á hreinni orku og draga úr kolefnisspori. Kerfið, sem byggir á skýrleika og áreiðanleika, eykur gegnsæi á markaði og hvetur til frekari framleiðslu á umhverfisvænni orku.

ATH: Verið er að vinna að breytingum á reglum um vottun virkjana. Nánari upplýsingar um þessar breytingar er að á síðunni hér að neðan:

Hlutverk Landsnets í útgáfu upprunavottorða

Landsnet hf. sér um flutningskerfi raforku á Íslandi og hefur meðal annars það hlutverk að gefa út upprunaábyrgðir. Upprunaábyrgðir sýna hversu mikið af endurnýjanlegri raforku er framleitt og selt hér á landi. Hins vegar fylgjast þær ekki með hvert ábyrgðirnar fara eða hvernig þær eru seldar.

Tengiliðir

Upprunaábyrgðir

Landsnet hefur yfirsýn yfir söluna, en getur ekki greint hvort ábyrgðir séu seldar beint á markað eða notaðar til að uppfylla samninga. Fyrirtækið getur hins vegar séð hvert ábyrgðirnar hafa verið seldar eftirá, þó ekki á hvaða verði.

Landsnet tryggir að raforka sem ber upprunaábyrgð sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum eða í samvinnslu raf- og varmaorku, í samræmi við viðurkenndar viðmiðanir Orkustofnunar, skv. lögum nr. 30/2008.

Gjaldskrá upprunaábyrgða

Árgjald

250.000 ISK

Fyrir hvert útgefið skírteini

3,50 ISK/MWh

Inn-/útflutningur

1,00 ISK/MWh

Fyrir hvert afskráð skírteini *

0,10 ISK/MWh

Vottun virkjunar

50.000 ISK

Gjaldskrá Landsnet fyrir útgáfu upprunaábyrgða gildir frá 1. apríl 2024.

* Skírteini sem afskráð eru á Íslandi vegna notkunar erlendis (Ex-domain) bera afskráningargjald upp á 1,60 kr./MWh