Framkvæmd

Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila fáum við betri mynd af verkefnum, möguleikum og hvernig línuleiðum gæti verið háttað.


Holtavörðuheiðarlína 3

Við hjá Landsneti bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á vinnustofu þar sem hugmyndir að línum og leiðum sem tengja saman Holtavörðuheiði og Blöndu verða viðfangsefnið. Meginmarkmiðið með línunni er að auka afh­endingargetu á landinu og tryggja að meginflutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun í landinu. 

Skráning á netfangið elins@landsnet.is. 
Boðið verður upp á kvöldverð að lokinni vinnustofu. 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér á landsnet.is

Vinnustofa Hótel Laugarbakki 
17. janúar 
16:30–19:30

Blöndulína 3

Við hjá Landsneti bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á fund um Blöndulínu 3, tengingu á milli Blöndu og Akureyrar þar sem m.a. verður farið yfir stöðuna á framkvæmdinni eftir að álit skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar liggur fyrir, sem og önnur mál sem tengjast verkefninu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á hér á vefnum.

Opnir fundir fyrir landeigendur og aðra haghafa Menningarhúsið Miðgarður 18. janúar 16:30 –18:30 Hótel KEA 19. janúar 19:30– 21:30


 

Aftur í allar fréttir