Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila fáum við betri mynd af verkefnum, möguleikum og hvernig línuleiðum gæti verið háttað.
Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila fáum við betri mynd af verkefnum, möguleikum og hvernig línuleiðum gæti verið háttað.
Holtavörðuheiðarlína 3
Við hjá Landsneti bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á vinnustofu þar sem hugmyndir að línum og leiðum sem tengja saman Holtavörðuheiði og Blöndu verða viðfangsefnið. Meginmarkmiðið með línunni er að auka afhendingargetu á landinu og tryggja að meginflutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun í landinu.
Skráning á netfangið elins@landsnet.is.
Boðið verður upp á kvöldverð að lokinni vinnustofu.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér á landsnet.is
Vinnustofa Hótel Laugarbakki
17. janúar
16:30–19:30
Blöndulína 3
Við hjá Landsneti bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á fund um Blöndulínu 3, tengingu á milli Blöndu og Akureyrar þar sem m.a. verður farið yfir stöðuna á framkvæmdinni eftir að álit skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar liggur fyrir, sem og önnur mál sem tengjast verkefninu.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á hér á vefnum.
Opnir fundir fyrir landeigendur og aðra haghafa Menningarhúsið Miðgarður 18. janúar 16:30 –18:30 Hótel KEA 19. janúar 19:30– 21:30