Byggðalína úr bráðri hættu á Breiðamerkursandi
Vegna ágangs sjávar hefur byggðalínan austan við Jökulsá á Breiðamerkursandi verið færð lengra upp á ströndina á nokkur hundruð metra kafla. Einungis er þó um bráðabirgðalausn að ræða og þörf á framtíðarlausn til að vernda innviði samfélagsins á þessum slóðum, s.s. brúar- og vegasamband, raflínu- og ljósleiðarasamband.
Hillir undir betri tíma í raforkumálum á Vestfjörðum
Álagsprófunum á svæðiskerfið vestra vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík er lokið nema eitthvað óvænt komi fram við nánari greiningu gagna.Prófanirnar gengu mjög vel en leiddu jafnframt í ljós ýmsar úrbætur sem gera þarf.
Snörp skoðanaskipti í Reykjavík – opið hús á Akureyri í næstu viku
Um 100 manns mættu í opið hús sem að Landsnet og Vegagerðin stóðu fyrir í rafveituheimilinu í Elliðaárdal í Reykjavík í gær. Þar voru kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar. Starfsmenn fyrirtækjanna og ráðgjafar þeirra ræddu við gesti og svöruðu spurningum.
Markaðs- og þjónustustjóri Landsnets
Einar S. Einarsson hefur verið ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Landsnets.
Prófanir lofa góðu um styttingu straumleysistíma vestra
Álagsprófanir á svæðiskerfið vestra síðastliðna nótt lofa mjög góðu um að Landsnet og Orkubúið nái settu markmiði um að stytta verulega straumleysistíma á Vestfjörðum með tilkomu nýju varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík. Prófanirnar náðu til norðanverðra Vestfjarða en í nótt og næstu nótt verður látið reyna á samrekstur varaaflsstöðvarinnar og Mjólkárvirkjunar í eyjarekstri.
Álagsprófanir ganga vel vestra
Álagsprófanir vegna tengingar varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra hafa gengið vel það sem af er en í nótt geta íbúar í Bolungarvík og á Ísafirði átt von á straumleysi, eins og auglýst hefur verið.
Sprengisandslína- opið hús í Reykjavík og á Akureyri
Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu verða kynnt í opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Samhliða fer fram kynning á drögum að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar.
Byggðalínan er þrítug í dag!
Starfsfólk Landsnets minntist þess með vöfflukaffi og rjómatertu í dag að 30 ár eru frá því að síðasti áfangi byggðalínuhringsins var tekinn í notkun. Lagning byggðalínunnar er eitt mesta umhverfisátak sem ráðist hefur verið í hérlendis og dró verulega úr gróðurhúsaáhrifum þegar skipt var yfir í innlenda endurnýjanlega orkugjafa í stað olíu.
Álagsprófanir vegna nýrrar varaaflsstöðvar í Bolungarvík
Straumtruflanir verða hjá flestum íbúum Vestfjarða aðfararnótt 13. og 14. nóvember og aðfararnótt 12. nóvember hjá íbúum Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Ástæðan er álagsprófanir vegna lokafrágangs í umfangsmiklu uppbyggingarferli raforkumála á svæðinu sem til framtíðar á að draga verulega úr líkum á langavarandi straumleysi á Vestfjörðum.
Góð mæting og málefnalegar umræður í opnu húsi um Sprengisandslínu
Opið hús var í stjórnsýsluhúsinu á Hellu í gær þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu.
Umfangmestu jarðstrengjakaup Landsnets
Landsnet hefur samið við sænska kapalframleiðandann NKT Cables AB um kaup á þremur jarðstrengjum fyrir 66 kílóvolta spennu, samanlagt um 45 km að lengd, vegna fyrirhugaðra verkefna á næsta ári. Samkomulagið, sem hljóðar upp á um tvær og hálfa milljón evra var undirritað af forstjóra Landsnets og fulltrúum NKT í höfuðstöðvum Landsnets í dag.
Norðlendingar áhugasamir um áform um línu og veg yfir Sprengisand – opið hús á Hellu í dag
Starfsfólk Landsnets, Vegagerðarinnar og ráðgjafar sem vinna að mati á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar eru ánægðir með þann mikla áhuga sem gestir í opnu húsi í Þingeyjasveit sýndu áformum um fyrirhugaða Sprengisandslínu og nýja Sprengisandsleið.
Opið hús í dag og á morgun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar
Drög að matsáætlun vegna Sprengisandslínu annars vegar og Sprengisandsleiðar hins vegar liggja nú frammi til kynningar fyrir almenning, hagsmunaaðila og lögbundna umsagnaraðila á heimasíðum Landsnets og Vegagerðarinnar. Athugasemdafrestur er til 20. þessa mánaðar.
Hönnun háspennulína á norðurslóðum til umfjöllunar á alþjóðaþingi Artic Circle
Undirbúningur og hönnun háspennulína á norðurslóðum var eitt fjölmargra umfjöllunarefna á nýafstöðnu alþjóðaþingi Hringborðs norðurslóða sem fram fór í Hörpu um helgina en rúmlega 1.300 þátttakendur frá 34 löndum sóttu þingið.
Hefja mat á Sprengisandslínu
Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum háspennulínu á milli Suður- og Norðurlands, um Sprengisand.
Yfirgripsmikill haustfundur NSR
„Rekstur raforkuflutningskerfisins er kominn að þanþolum og kerfið getur illa tekið við áföllum í rekstrinum, hvað þá náttúruhamförum“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets á haustfundi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR), sem haldinn var í húsakynnum Landsnets þann 29. október.
Prófanir vegna nýrrar varaflsstöðvar í Bolungarvík
Nú styttist í að framkvæmdum Landsnets til að draga úr straumleysi hjá notendum á Vestfjörðum ljúki en þessa dagana standa yfir margvíslegar prófanir á tækni- og vélbúnaði vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra.
Guðmundur Ingi nýr forstjóri Landsnets
Stjórn Landsnets hefur ráðið Guðmund Inga Ásmundsson í starf forstjóra fyrirtækisins. Stjórnarformaður Landsnets, Geir A. Gunnlaugsson, tilkynnti um ráðninguna á fundi með starfsfólki í morgun.
Rafmagn vegna flutningstapa hækkar verulega annað árið í röð - dræm þátttaka í útboði
Gjaldskrárhækkun á flutningstöpum verður hjá Landsneti á næsta ári í kjölfar 23% hækkunar milli ára á rafmagni sem fyrirtækið kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu. Aðeins tvö orkufyrirtæki tóku þátt í útboði Landsnets vegna flutningstapa 2015 og ekki fengust tilboð í allt það orkumagn sem boðið var út.
Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu
Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR