Stuðlar um afhendingu raforku árin 2015-2024
Í þessari skýrslu eru tilgreindir stuðlar um afhendingu raforku til notkunar hér á landi, auk þess sem gildi fyrir þessa stuðla síðustu 10 ár eru reiknuð fyrir Landsnet og stærstu dreifiveitur landsins.
| |
|
Kerfisáætlun 2025-2034 - langtímaáætlun
Í langtímaáætlun er farið yfir forsendur þróunar og forgangsröðun verkefna. Fjallað er um áætlanir til næstu 10 ára og fyrirséðar þarfir í kerfinu eftir það. Að lokum er vönduð greining á áhrifum fjárfestinganna á þjóðarhag, gjaldskrá og afhendingaröryggi.
| |
|
Umhverfismatsskýrsla fyrir Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034
Umhverfisskýrsla Kerfisáætlunar Landsnets 2025–2034 metur áhrif tíu ára langtímaáætlunar á náttúru og samfélag og leggur fram mat á áhrifum uppbyggingar meginflutningskerfisins á m.a. landslag, lífríki, vatnsvernd og samfélagslega þætti.
| |
|
Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034 – framkvæmdaáætlun 2026-2028
Framkvæmdaáætlun veitir nánari innsýn í þau verkefni sem áætlað er að muni hefjast á næstu þremur árum. Fyrir hvert verkefni eru kostir og gallar mismunandi valkosta greindir og áætlað hver kostnaðurinn verði.
| |
|
Eftirfylgni mats á umhverfisáhrifum – Hólasandslína 3
Í þessari skýrslu er mati á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3, frá 2019, fylgt eftir með raunmælingum í mörkinni. Breidd slóða var mæld og rask í kringum möstur. Jafnframt voru teknar ljósmyndir frá sömu stöðum og líkanmyndir voru gerðar fyrir umhverfismatið 2019 til að meta hve vel tókst til með að áætla ásýnd Hólasandslínu 3 fyrirfram. Jafnframt var frágangur við jarðstrengshluta línunnar í Eyjafirði tekinn út.
| |
|
Kerfisjöfnuður 2025 – Staða og horfur orku- og afljöfnuðar raforkukerfisins 2025-2029
Skýrslan veitir yfirsýn yfir helstu áskoranir sem kerfið stendur frammi fyrir og dregur fram mögulegar aðgerðir til að tryggja afhendingaröryggi, bæta nýtingu orkukerfisins og styðja við áframhaldandi orkuskipti. Niðurstöðurnar byggja á líkindagreiningum og mismunandi sviðsmyndum sem sýna hvernig staða kerfisins kemur til með að þróast með og án aðgerða.
| |
|
Frammistöðuskýrsla 2024
Öruggt rafmagn, gæði og öryggi til framtíðar er loforð okkar til samfélagsins.
| |
|
Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024
Sjálfbærni-, árs- og frammistöðuskýrslan okkar fyrir árið 2024 veitir skýra mynd af árangri okkar á árinu. Hún sýnir hvernig við tryggjum traustan raforkuflutning, eflum afhendingaröryggi og vinnum að sjálfbærri framtíð.
| |
|
Verk- og matslýsing Kerfisáætlunar 2025-2034
Verk- og matslýsing fyrir Kerfisáætlun Landsnets 2025–2034 lýsir aðferðafræði og forsendum við mótun áætlunarinnar og undirliggjandi umhverfismati, með áherslu á að uppbygging flutningskerfisins verði í sátt við náttúru, samfélag og stefnumörkun stjórnvalda.
| |
|
Vistferilsgreining fyrir flutningskerfi raforku
Markmið þessa verkefnis er að greina og meta umhverfisáhrif raforkuflutnings í flutningskerfi Landsnets með aðferðafræði vistferilsgreiningar. Fyrstu niðurstöður greiningar voru birtar árið 2018 en hér er á ferð uppfærð greining miðað við nýrri forsendur.
| |
|