Sögulegur dagur í sólinni – fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið
Í morgun reis fyrsta mastrið af 86 í Suðurnesjalínu 2 og markar það tímamót í verkefninu.
Flutningskerfi framtíðarinnar kynnt á fundi í Reykjavík
Síðasti fundurinn í fundaröð Landsnets um flutningskerfi framtíðarinnar fór fram í morgun í Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica.
Kerfisáætlun kynnt á Akureyri
Kynningarfundur um drög að nýrri Kerfisáætlun fór fram á Akureyri 8. maí en fundurinn var hluti af fundaröð sem nú er í gangi. Fundurinn var vel sóttur og skapaðist lífleg umræða um mikilvægar framkvæmdir á Norðurlandi og framtíð flutningskerfisins.
Framtíð raforkuflutninga rædd á Ísafirði
Þann 7 maí vorum við með fund á Ísafirði þar sem Kerfisáætlun 2025–2034 var kynnt. Fundurinn var hluti af fundaröð þar sem áhersla er lögð á samtal við heimamenn um þróun flutningskerfis raforku, orkuskipti og framtíðaráskoranir.
Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Staða raforkukerfisins á Íslandi hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og nú. Samkvæmt nýrri greiningu Landsnets, Kerfisjöfnuður 2025, blasir við okkur sú þróun að orkuskortur verði ekki lengur fræðilegt vandamál í spálíkönum heldur raunveruleg áskorun sem gæti haft áhrif á alla notendur kerfisins
Fjölmargar framkvæmdir fram undan á Suðurlandi
Á fundi með hagsmunaaðilum á Selfossi í dag kynntum við hjá Landsneti nýja kerfisáætlun og fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurlandi sem eru hluti af Kerfisáætlun 2025–2034. Þar kom fram að umfangsmikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu árum sem miðar að því að styðja við aukna orkuöflun, styrkja flutningskerfið og bregðast við ört vaxandi þörfum iðnaðar á svæðinu.
Kynning á nýrri kerfisáætlun hafin - öruggt rafmagn fyrir alla
Við hjá Landsneti höfum hafið kynningu á nýrri kerfisáætlun fyrir árin 2025–2034 en fyrsti kynningarfundurinn fór fram á Egilsstöðum í dag. Kerfisáætlunin varpar ljósi á framtíðarsýn okkar um ábyrga uppbyggingu raforkuflutningskerfisins til að mæta vaxandi orkuþörf og stuðla að orkuskiptum á Íslandi.
Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára.
Sterkt flutningskerfi forsenda orkuöryggis - Kerfisáætlun Landsnets 2025 - 2034 komin í opið umsagnarferli
Kerfisáætlunin okkar er nú komin í umsagnarferli, hún er ein mikilvægasta stefnumótunin okkar þar sem við leggjum línurnar fyrir þróun raforkukerfisins til næstu ára og förum yfir þær framkvæmdir sem eru framundan.
Ný stjórn Landsnets - Haraldur Flosi Tryggvason Klein kjörinn stjórnarformaður
Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var föstudaginn 28. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Haraldur Flosi Tryggvason Klein formaður, Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Kristján Arinbjarnar, Stefán Pétursson og Ruth Elfarsdóttir. Varamenn voru kosin þau Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Högg kom á kerfið þegar Norðurál sló út
Fyrr í kvöld sló Norðurál út og við það kom högg á kerfið. Yfir 700 Megavött (MW) sem fóru út á augabragði sem telst gríðarlega stórt högg á flutningskerfið.
Gjald vegna flutningstapa lækkar
Þann 1. apríl verða gerðar breytingar á flutningsgjaldskrá vegna flutningstapa.
Héraðsdómur hafnar kröfu landeigenda - Suðurnesjalína 2 í rekstur í haust
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu nokkurra landeigenda um að ógilt yrði ákvörðun umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnet til eignarnáms réttinda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í landi þriggja jarða í Sveitarfélaginu Vogum.
„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum.
Flutningur rafmagns fyrir þjóðaröryggi í brennidepli á vorfundi Landsnets
„Það sem þið gerið er krítískur þáttur í þjóðaröryggi Íslendinga. Þið getið bókstaflega sagt, við erum ljós Íslands, þegar þið haldið ljósunum logandi í hamförum þá haldið þið einnig voninni lifandi um að þó það gefi á bátinn, þá verði þetta allt í lagi“.
Ný gjaldskrá tók gildi 1. mars
Nýlega var innmötunargjald endurgreitt til raforkuframleiðenda og í kjölfarið höfum við endurmetið gjaldskrána til að tryggja stöðugleika. Þetta endurmat hefur hvorki áhrif á gildandi tekjumörk sem Raforkueftirlitið hefur sett Landsneti né á heildartekjur fyrirtækisins.
Sköpum virði fyrir samfélagið með öruggum og sjálfbærum rekstri: Sjálfbærni-, árs og frammistöðuskýrsla 2024 er komin út
Sjálfbærni-, árs- og frammistöðuskýrslan okkar fyrir árið 2024 veitir skýra mynd af árangri Landsnets á árinu. Hún sýnir hvernig við tryggjum traustan raforkuflutning, eflum afhendingaröryggi og vinnum að sjálfbærri framtíð.
Sterkur grunnur til framtíðar: Ársreikningur 2024 lagður fram
Ársreikningur Landsnets 2024 var samþykktur á fundi stjórnar í dag, 20. febrúar 2025.
Ragna Árnadóttir ráðin forstjóri Landsnets
Stjórn Landsnets hefur ráðið Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, sem forstjóra fyrirtækisins og mun hún hefja störf þann 1. ágúst.
Verk- og matslýsing kerfisáætlunar 2025 - 2034 komin út
Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025 - 2034 er komin út. Þar er meðal annars er gerð grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar og hvernig efnistök umhverfisskýrslu eru fyrirhuguð.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR