1.3.2017

Breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu

Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi frá og með 1. mars 2017.

1.3.2017

Dýrafjarðargöng - jarðstrengur

Til að auka öryggi flutningskerfisins á Vestfjörðum á að leggja 132 kV jarðstreng í fyrirhuguð Dýrafjarðargöng, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en áformað er að reka hann fyrst um sinn á 66 kV spennu.

28.2.2017

Vestmannaeyjar - sæstrengur

​Lagningu Vestmanaeyjastrengs 3 (VM3), nýs sæstrengs til Eyja lauk formlega 9. október 2013 þegar strengurinn var spennusettur við athöfn í Vestmannaeyjum. Hann er gerður fyrir 66 kV spennu en rekinn á 33 kV spennu til að byrja með.

28.2.2017

Bolungarvík - varaaflsstöð og tengivirki

Ný varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík og nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða voru tekin formlega í notkun 28. apríl 2015 ásamt snjallnetskerfi fyrir Vestfirði.

27.2.2017

Hnappavellir

Vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Öræfa- og Suðursveit hefur Rarik óskað eftir því að nýr afhendingarstaður raforku verði búinn til á byggðalínuna í Öræfum, í nálægð við Fagurhólsmýri og Hnappavelli.

27.2.2017

Varmahlíð – Sauðárkrókur

Vegna áforma um aukna orkunotkun á Sauðárkróki þarf að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið og auka orkuafhendingu og afhendingaröryggi með því að leggja 66 kV jarðstreng, Sauðarkrókslínu 2, frá Varmahlíð að nýju tengivirki á Sauðárkróki.

27.2.2017

Austurland - spennuhækkun

Í kjölfar rafvæðingar fiskimjölsverksmiða á Austurlandi hefur álag á svæðisbundna flutningskerfið aukist mikið. Til að bregðast við því og auka flutningsgetu kerfisins var ákveðið að spennuhækka línur úr 66 kV í 132 kV , með þeim ávinningi að möguleg innmötun á Austfjarðakerfið mun aukast um rúmlega 20 MW.

27.2.2017

Hvolsvöllur – nýtt tengivirki

Til að styrkja svæðisflutningskerfið á Suðurlandi og auka afhendingaröryggi verður reist nýtt 66 kV tengivirki á Hvolsvelli sem leysir af hólmi núverandi útitengivirki sem er frá áriðnu 1953.

25.2.2017

Búrfellsvirkjun - tenging

Vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar og tengingar nýrrar vélar hennar við flutningskerfið þarf að breyta tengivirki Landsnets í Búrfelli og endurnýja stjórnkerfi.

25.2.2017

Hafnarfjörður - Suðurnes

Landsnet hefur nú hafið á ný vinnu að valkostagreiningu og mat á umhverfisáhrifum fyrir bætta tengingu Suðurnesja við meginflutningskerfið.

25.2.2017

Akureyri - Hólasandur

Framkvæmdin sem hér um ræðir felst í nýbyggingu 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, frá Akureyri að Hólasandi.

23.2.2017

Höfuðborgarsvæði – Vesturland

Vegna aukinnar orkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi er þörf á að styrkja tengingar á milli þessara svæða. Horft er til þess að tengja betur virkjanir á Þjórsársvæðinu og Hengilsvæðinu við svæði sem nýta mest rafmagn á suðvesturhorni landsins.

23.2.2017

Blanda - Akureyri

Markmiðið með Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi svo það ráði betur við truflanir, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með samtengingu virkjanasvæða og þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi.

23.2.2017

Sprengisandslína - hálendisleið

Til að fá úr því skorið hvort hálendisleið geti verið raunhæfur kostur til að bæta raforkukerfi landsins og auka flutningsgetu, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku hefur Landsnet hafið mat á umhverfisáhrifum raflínu um Sprengisand.

22.2.2017

Krafla - Fljótsdalur

Mati á umhverfisáhrifum vegna Kröflulínu 3 er lokið. Skipulagsstofnun telur matsskýrslu vegna Kröflulínu 3 uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt en þetta kemur fram í áliti sem stofnunin gaf út 6.desember 2017.

17.2.2017

Suðurnesjalína 2 - Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út árið 2015.

16.2.2017

Bakki - Þeistareykir

Verkefnið er umtalsverður þáttur í uppbyggingu iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík og tryggir jafnframt orkuöryggi íbúa og fyrirtækja á þessum slóðum.

13.2.2017

Grundarfjörður - Ólafsvík

Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja, eykst áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi og afhendingaröryggi raforku batnar á Snæfellsnesi.

13.2.2017

Lyklafell - Hafnarfjörður

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann26.mars 2018 úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar. Það er því óhjákvæmilegt að úrskurðurinn þýðir að frestun verður á framkvæmdum við línuna og á tengdum framkvæmdum.

9.2.2017

Góð staða þrátt fyrir gengistap

Ársreikningurinn 2016 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 9. febrúar 2017