Sprengisandslína - hálendisleið
Til að fá úr því skorið hvort hálendisleið geti verið raunhæfur kostur til að bæta raforkukerfi landsins og auka flutningsgetu, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku hefur Landsnet hafið mat á umhverfisáhrifum raflínu um Sprengisand.
Krafla - Fljótsdalur
Mati á umhverfisáhrifum vegna Kröflulínu 3 er lokið. Skipulagsstofnun telur matsskýrslu vegna Kröflulínu 3 uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt en þetta kemur fram í áliti sem stofnunin gaf út 6.desember 2017.
Suðurnesjalína 2 - Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út árið 2015.
Bakki - Þeistareykir
Verkefnið er umtalsverður þáttur í uppbyggingu iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík og tryggir jafnframt orkuöryggi íbúa og fyrirtækja á þessum slóðum.
Grundarfjörður - Ólafsvík
Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja, eykst áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi og afhendingaröryggi raforku batnar á Snæfellsnesi.
Lyklafell - Hafnarfjörður
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann26.mars 2018 úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar. Það er því óhjákvæmilegt að úrskurðurinn þýðir að frestun verður á framkvæmdum við línuna og á tengdum framkvæmdum.
Góð staða þrátt fyrir gengistap
Ársreikningurinn 2016 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 9. febrúar 2017
Nýr spennir í Mjólká – aukið afhendingaröryggi
Landsnet hefur tekið í notkun nýjan spenni í tengivirkinu í Mjólká sem eykur bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi.
Breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu
Fyrirhugaðar eru breytingar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. mars 2017. Gjaldskrárbreyting verður gerð á gjaldi vegna kerfisþjónustu, aðrir gjaldskrárliðir haldast óbreyttir.
Framtíðin er rafmögnuð…
Hvað ætlar þú að gera í sumar ? Við hjá Landsneti bjóðum upp á rafmagnaðan vinnustað, fjölbreytt verkefni og ótrúlega skemmtilega vinnufélaga.
Landsnet og Landsvirkjun gera nýjan samning um reiðuafl
Landsnet og Landsvirkjun hafa gert samning um kaup og sölu á reiðuafli. Um er að ræða 40 MW af alls 100 MW reiðuafli sem Landsvirkjun hefur selt Landsneti á undanförnum árum. Nýi samningurinn tekur við af eldri samningi sem gerður var árið 2005.
Dagur rafmagnsins #sendustraum
Samorka tekur í fyrsta sinn þátt í degi rafmagnsins í ár, mánudaginn 23. janúar, en dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Við hjá Landsneti tökum þátt í deginum með Samorku.
Nýtt tengivirki á Akranesi
Framkvæmdum við nýtt tengivirki Veitna og Landsnets á Akranesi lauk vorið 2016 og var það tekið formlega í notkun við athöfn í dag, 18. janúar. Við þetta tilefni ávarpaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gesti og Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, fluttu tölu.
Rafvætt samfélag – er það spennandi kostur?
Spara má allt að 1,5 milljón tonn af útblæstri gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2030 ef ráðist yrði í orkuskipti í samgöngum og iðnaði. Til að ná þessu þarf að nýta 660 til 880 MW af raforku sem kæmi í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Þessar niðurstöður og fleiri má finna í nýútkominni skýrslu sem unnin var af VSÓ ráðgjöf og Landsneti.
Lausar stöður hjá Landsneti - Við bjóðum upp á rafmagnaða framtíð
Landsnet auglýsir laus störf til umsóknar; Forstöðumaður upplýsingatækni, rafiðnaðarmaður á Akureyri og stöðu verkefnastjóra til að stýra framkvæmdaverkum á vegum fyrirtækisins.
Samstarfssamningur um kolefnisbindingu
Landsnet hefur skrifað undir samtarfssamning við Kolvið um kolefnisbindingu vegna CO2 sem fellur til vegna flugferða starfsmanna innanlands.
Tenging Hólasands og Akureyrar - Hólasandslína 3
Landsnet vinnur nú að tillögu að matsáætlun vegna byggingu Hólasandslínu 3. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Breytingar á gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgða 1. janúar 2017
Upprunaábyrgðir (Græn skírteini) er staðfesting á að raforkan sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, það er beinn stuðningur við slíka orkuframleiðslu innan Evrópu og hvatning til áframhaldandi uppbyggingu innan geirans. Þetta er einnig leið fyrirtækja til að votta sína vöru og þjónusta með alþjóðlegum umhverfisvottunum.
Ný gjaldskrá tekur gildi
Ný gjaldskrá Landsnets tekur gildi frá og með 1.janúar 2017. Í nýju gjaldskránni er breyting á gjaldi vegna flutningstapa, þar sem Landsnet hefur samið um kaup á raforku vegna flutningstapa fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2017
Landsnet gefur út skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir USD
Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir bandaríkjadollara (22,9 milljarðar króna). Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu útboði og munu ekki verða skráð í Kauphöll.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR