22.8.2016

Horfum til framtíðar við hönnun á Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4

Landsnet hafnar alfarið fullyrðingum Landverndar um að nægjanlegt sé að byggja 132 kV línur á þeim svæðum sem um ræðir. Fullyrðingar Landverndar miðast við stöðuna eins og hún er í dag en tekur ekki tillit til framtíðar uppbyggingar á svæðinu.

21.8.2016

Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 stöðvaðar að kröfu Landverndar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á föstudag tvo úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Úrskurðirnir eru til bráðabirgða á meðan nefndin fjallar um kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna.

19.8.2016

Ertu með yfirsýn og orku ?

Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að sjá um áætlanagerð og skipulagningu verkefna hjá Netþjónustu er snúa að rekstri og viðhaldi á flutningskerfi Landsnets.

16.8.2016

Gerð valkostaskýrslu fyrir Suðurnesjalínu 2

Suðurnesjalína 2 er liður í styrkingu meginflutningskerfisins til að mæta vaxandi þörf fyrir raforkuflutning á Suðurnesjum. Fyrir liggur athugun á lausn sem felur í sér 220 kV háspennulínu frá Hafnarfirði og út á Reykjanes. Suðurnesjalína 1, sem nú þjónar svæðinu og rekin er á 132 kV spennu, er fulllestuð í dag jafnframt því sem öryggi kerfisins er ófullnægjandi þar sem aðeins er um þessa einu tengingu að ræða frá Reykjanesskaganum við 220 kV meginflutningskerfi Landsnets.

15.8.2016

Styrking krónunnar leiðir til taps á fyrrihluta ársins

Árshlutareikningurinn er nú birtur í fyrsta skiptið í bandaríkjadölum (USD) sem er starfrækslugjaldmiðill Landsnets frá ársbyrjun 2016. Fjármögnun félagsins er að mestu í íslenskum krónum og hefur þróun USD gagnvart henni verið óhagstæð frá áramótum.

12.8.2016

Takk og gangi ykkur vel

Í sumar hafa fjölmargir háskólanemar verið við störf hjá Landsneti. Hópurinn hefur unnið hin ýmsu störf og komið að verkefnum á flestum sviðum fyrirtækisins.

11.8.2016

Skipt um lóð og upphengjur á Geiradalslínu

Í nótt var unnið við reglubundið viðhald á Geiradalslínu og gekk vinna mjög vel og var línan spennusett aftur undir morgun. M.a. var skipt um lóð og upphengjur og á línunni sem þverar Gilsfjörðinn var tekinn niður tuttugu ára gamall ísingarvari. Í genginu sem tók niður ísingarvarann í nótt var Davíð Guðmundsson sem svo skemmtilega vildi til að var líka í genginu sem setti hann upp á sínum tíma.

4.8.2016

Góður árangur af uppgræðslu

Landsnet hefur undanfarin sumur unnið að uppgræslu og stöðvun jarðvegseyðingar i nágrenni háspennulína á afréttum sunnan Langajökuls.

27.7.2016

Eykur flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu

Landsnet vinnur nú að styrkingu svæðiskerfisins á Suðurlandi með endurnýjun á strengendum þriggja 66 kV háspennulína á svæðinu en grannir jarðstrengir í endum loftlína hafa skapað flöskuhálsa í flutningskerfinu á nokkrum stöðum.

22.7.2016

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness vegna framkvæmdaleyfis Sveitarfélagsins Voga

Í dag felldi Héraðsdómur Reykjaness úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út.

22.7.2016

Traust og öflug tenging - Laust starf mannauðsstjóra hjá Landsneti

​Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að leiða mannauðsmál félagsins og taka þátt í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins til framtíðar. Landsnet leggur áherslu á metnaðarfulla mannauðsstefnu, góða fyrirtækjamenningu og sterka liðsheild í umhverfi sem er í hraðri mótun.

21.7.2016

Aukið afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja

Landsnet í samvinnu við HS veitur vinnur nú að því að spennuhækka Vestmannaeyjastreng 3 úr 33 kV í 66 kV.

14.7.2016

Halldór Halldórsson ráðinn öryggisstjóri hjá Landsneti

Landsnet hefur ráðið Halldór Halldórsson í starf öryggisstjóra og mun hann starfa á Stjórnunarsviði við áframhaldandi uppbyggingu öryggismála og öryggismenningar hjá Landsneti.

12.7.2016

Lengsti jarðstrengurinn í flutningskerfi Landsnets

Selfosslína 3, nýr 28 km langur jarðstrengur Landsnets milli Selfoss og Þorlákshafnar var tekinn í notkun fimmtudaginn 7.júlí 2016.

8.7.2016

Lækkun á gjaldskrá Landsnets tekur gildi frá 1. júlí

Mistök voru gerð í birtingu fréttar á heimasíðu Landsnets í tengslum við breytingu á gjaldskrá Landsnets.

4.7.2016

Kærar þakkir fyrir samstarfið

Kristján Haraldsson hefur nú látið af störfum sem Orkubússtjóri Vestfjarða. Við sendum Kristjáni okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir samstarfið á undanförnum árum.

4.7.2016

Lækkun á gjaldskrá Landsnets

​Breytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. júlí 2016. Breyting hefur verið gerð á afhendingar-, afl- og orkugjaldi fyrir stórnotendur. Ekki voru gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir drefiveitur né vegna sölu á flutningstöpum og kerfisþjónustu.

1.7.2016

Metnaðarfull markmið í loftslags- og úrgangsmálum

Landsnet var í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem skuldbundu sig haustið 2015, í aðdraganda 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, til að setja sér markmið í loftslags- og úrgangsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum.

30.6.2016

Rut Kristinsdóttir ráðin til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Rut Kristinsdóttur í starf sérfræðings í umhverfismálum á þróunar- og tæknisviði og mun hún vinna að umhverfismati framkvæmda og áætlana Landsnets.

27.6.2016

„ Merkilegt hvað þetta venst „

"Ég er línumaður Íslands,“ segir Frans Friðriksson sem er hluti af línuteymi Landsnets sem sér um að gera við rafmagnslínur landsins og sinna viðhaldi rafmagnsstaura í viðtali í Morgunblaðinu í dag.