Bilun í Mjólkárlínu
Í gærkvöldi fannst bilun í Mjólkárlínu 1 sem krafðist bráðaviðgerðar. Svo viðgerð gæti farið fram varð að taka línuna úr rekstri. Varavélar í Bolungarvík voru ræstar kl. 18.30 og þær tengdar kerfinu.
Straumleysi á Vestfjörðum
Mjólkárlína 1 leysti út kl. 07.16 í morgun og straumlaust varð um tíma á Ísafirði, Breiðadal og Bolungarvík að öllum líkindum vegna veðurhæðar.
Um framkvæmdaleyfi vegna afhendingu raforku milli Þeistareykja og Bakka
Í umræðunni um afhendingu raforku frá Þeistareykjum að Bakka hefur Landsnet verið gagnrýnt fyrir að hafa sótt seint um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.
Engilráð Ósk ráðin í starf verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti
Landsnet hefur ráðið Engilráð Ósk Einarsdóttir í starf verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar og mun hún starfa á Stjórnunarsviði við uppbyggingu á gæðamálum og samfélagsábyrgð hjá Landsneti.
Grisjun á trjám undir línum
Undanfarin ár hefur trjávöxtur verið mjög hraður og því hefur Landsnet lagt mikla áherslu á að grisja tré sem hafa vaxið undir og í námundan við línurnar.
Stöðvunarkrafan nær yfir framkvæmdir á skipulögðu iðnaðarsvæði
„Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Landsnets vegna Þeistareykjavirkjunar og uppbyggingu iðnaðar á Bakka. Framkvæmdirnar eru áfangi í því að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við flutningskerfi raforku. Þær hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi og eru í takt við stefnu stjórnvalda í raforku- og byggðamálum. Svæðið sem stöðvunarkrafan nær yfir er að stórum hluta skilgreint iðnaðarsvæði í skipulagi og er því gert ráð fyrir athafna- og iðnaðarstarfsemi á umræddum svæðum.“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.
„Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum gefur okkur forskot"
CIGRE eru alheimssamtök raforkuiðnaðarins, framleiðenda búnaðar, háskóla og sérfræðinga á raforkusviði í víðustu merkingu. Samtökin hafa innan sinna vébanda umfangsmikla starfsemi, öfluga vinnuhópa og halda alþjóðlegar ráðstefnur og var ein slík haldin í París í síðustu viku.
Haustfundur NSR - Neyðarsamstarf raforkukerfisins
Í gær, þriðjudaginn 30.ágúst, var haldinn haustfundur NSR (Neyðar samstarf raforkukerfisins) sem er samvinnuvettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku og/eða stórnotendum. Markmið NSR er að veita aðstoð og samræma aðgerðir í vá.
Laus störf hjá Landsneti
Landsnet auglýsir þrjú laus störf til umsóknar; sérfræðingur í stjórnstöð hjá kerfisstjórnunarsviði, rafiðnaðarmaður á Egilsstöðum hjá framkvæmdar-og rekstrarsviði og sérfræðingur í innkaupum hjá fjármálasviði.
Horfum til framtíðar við hönnun á Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
Landsnet hafnar alfarið fullyrðingum Landverndar um að nægjanlegt sé að byggja 132 kV línur á þeim svæðum sem um ræðir. Fullyrðingar Landverndar miðast við stöðuna eins og hún er í dag en tekur ekki tillit til framtíðar uppbyggingar á svæðinu.
Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 stöðvaðar að kröfu Landverndar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á föstudag tvo úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Úrskurðirnir eru til bráðabirgða á meðan nefndin fjallar um kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna.
Ertu með yfirsýn og orku ?
Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að sjá um áætlanagerð og skipulagningu verkefna hjá Netþjónustu er snúa að rekstri og viðhaldi á flutningskerfi Landsnets.
Gerð valkostaskýrslu fyrir Suðurnesjalínu 2
Suðurnesjalína 2 er liður í styrkingu meginflutningskerfisins til að mæta vaxandi þörf fyrir raforkuflutning á Suðurnesjum. Fyrir liggur athugun á lausn sem felur í sér 220 kV háspennulínu frá Hafnarfirði og út á Reykjanes. Suðurnesjalína 1, sem nú þjónar svæðinu og rekin er á 132 kV spennu, er fulllestuð í dag jafnframt því sem öryggi kerfisins er ófullnægjandi þar sem aðeins er um þessa einu tengingu að ræða frá Reykjanesskaganum við 220 kV meginflutningskerfi Landsnets.
Styrking krónunnar leiðir til taps á fyrrihluta ársins
Árshlutareikningurinn er nú birtur í fyrsta skiptið í bandaríkjadölum (USD) sem er starfrækslugjaldmiðill Landsnets frá ársbyrjun 2016. Fjármögnun félagsins er að mestu í íslenskum krónum og hefur þróun USD gagnvart henni verið óhagstæð frá áramótum.
Takk og gangi ykkur vel
Í sumar hafa fjölmargir háskólanemar verið við störf hjá Landsneti. Hópurinn hefur unnið hin ýmsu störf og komið að verkefnum á flestum sviðum fyrirtækisins.
Skipt um lóð og upphengjur á Geiradalslínu
Í nótt var unnið við reglubundið viðhald á Geiradalslínu og gekk vinna mjög vel og var línan spennusett aftur undir morgun. M.a. var skipt um lóð og upphengjur og á línunni sem þverar Gilsfjörðinn var tekinn niður tuttugu ára gamall ísingarvari. Í genginu sem tók niður ísingarvarann í nótt var Davíð Guðmundsson sem svo skemmtilega vildi til að var líka í genginu sem setti hann upp á sínum tíma.
Góður árangur af uppgræðslu
Landsnet hefur undanfarin sumur unnið að uppgræslu og stöðvun jarðvegseyðingar i nágrenni háspennulína á afréttum sunnan Langajökuls.
Eykur flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu
Landsnet vinnur nú að styrkingu svæðiskerfisins á Suðurlandi með endurnýjun á strengendum þriggja 66 kV háspennulína á svæðinu en grannir jarðstrengir í endum loftlína hafa skapað flöskuhálsa í flutningskerfinu á nokkrum stöðum.
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness vegna framkvæmdaleyfis Sveitarfélagsins Voga
Í dag felldi Héraðsdómur Reykjaness úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út.
Traust og öflug tenging - Laust starf mannauðsstjóra hjá Landsneti
Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að leiða mannauðsmál félagsins og taka þátt í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins til framtíðar. Landsnet leggur áherslu á metnaðarfulla mannauðsstefnu, góða fyrirtækjamenningu og sterka liðsheild í umhverfi sem er í hraðri mótun.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR