Rannsóknir á slydduísingu á loftlínum kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu í Bandaríkjunum
Rannsóknir sem Landsnet og íslensk orkufyrirtæki hafa staðið að um langt skeið um áhrif alvarlegra ísingartilvika voru til umfjöllunar á alþjóðlegri ráðstefnu í Charlotte í Bandaríkjunum fyrir helgi um hönnun og úrbætur á háspennuloftlínum.
Snjallnetslausnir juku flutningsgetu Landsnets í fyrra sem nemur raforkunotkun 50 þúsund rafbíla
Sjálfvirkar stýringar í flutningskerfi Landsnets, svokallaðar snjallnetslausnir, gerðu fyrirtækinu kleift að flytja orku umfram skilgreind stöðugleikamörk á liðnu ári sem samsvarar raforkunotkun um 50 þúsund rafbíla. Ella hefði þurft að skerða raforku til notenda sem þessu nemur til að tryggja öruggan kerfisrekstur.
Vinnuhópur Cigré um trefjamöstur með fund á Íslandi
Helstu sérfræðingar heimsins í þróun og hönnun háspennumastra úr trefjaefni báru saman bækur sínar á þriggja daga vinnufundi hérlendis fyrir helgi í samstarfi við Landsnet, sem átti nokkra fulltrúa á fundinum.
Lægsta tilboðið um 59% af kostnaðaráætlun
Fyrirtækið Metalogalva í Portúgal átti lægsta tilboðið í stálmöstur þriggja háspennulína Landsnets, Kröflulínu 4, Þeistareykjalínu 1 og Suðurnesjalínu 2, en alls bárust 15 tilboð í möstrin og voru 12 þeirra undir kostnaðaráætlun.
Konur í meirihluta í nýrri stjórn Landsnets
Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri, er nýr formaður stjórnar Landsnets. Hún tekur við af Geir A. Gunnlaugssyni, fyrrverandi forstjóra Marels og Sæplasts/Promens. Hann lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Landsnets sl. fimm ár.
Samið um undirbúningsvinnu vegna Þeistareykajlínu 1 og Kröflulínu 4
Landsnet hefur skrifað undir samning við Árna Helgason ehf. um undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og á næstu dögum verður skrifað undir samning við G. Hjálmarsson hf. vegna undirbúningsvinnu við Kröflulínu 4.
„Stóra myndin“ í raforku- og loftslagsmálum í brennidepli á vorfundi Landsnets
Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar horft er til framleiðslu og dreifingar orku annars vegar og náttúruverndar hins vegar. Þessi samhljómur var sem rauður þráður í erindum framsögumanna á árlegum vorfundi Landsnets í dag þar sem framtíð raforkuflutningskerfisins, eignarhald Landsnets og loftslagsmál voru m.a. í brennidepli.
Hlutverk raforku og loftslagsmál í brennidepli á vorfundi Landsnets
Landsnet býður til árlegs vorfundar félagsins þriðjudaginn 5. apríl nk., kl. 9-11 á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður fjallað um hlutverk raforku í tengslum við stöðu loftslagsmála á Íslandi og áskoranir varðandi þróun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins.
Ferðafólk til fjalla fari með gát
Að venju má búast við að ferðalög á fjöllum aukist þegar páskar eru framundan og því vill Landsnet minna á að víða á hálendinu getur verið hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.
Tilboð i tengivirki á Norðausturlandi ríflega 172 milljónum undir kostnaðarverði
Tilboð sem bárust í þrjú ný tengivirki Landsnets á Norðausturlandi eru samanlagt undir kostnaðarverði sem nemur ríflega 172 milljónum króna. Alls nemur kostnaðaráætlun tengivirkjanna þriggja 1.921,2 milljónir króna en lægstu tilboðin sem bárust hljóða upp á 1.748,6 milljónir, sem er um 91% af áætluðu kostnaðarverði.
Vörubílskrani sló út byggðalínuna í Skagafirði
Vörubíll með krana rakst upp í byggðalínuna til móts við bæinn Kúskerpi í Blönduhlíð í Skagafirði á síðdegis á laugardag með þeim afleiðingum að hún sló út.
Raforkuspá til ársins 2050
Notkun forgangsorku frá dreifikerfum á Íslandi mun aukast um 15% á árunum 2014-2020 og um 100% fram til ársins 2050. Árleg notkun aukningar er metin tæplega 2% á ári en þó heldur meiri næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri spá um raforkunotkun hér á landi frá 2015-2050 sem raforkuhópur orkuspárnefndar sem birt er á vef Orkustofnunar.
Engin stórvægileg áföll í flutningskerfinu í óveðrinu
Flutningskerfi Landsnets var ekki fyrir neinum stórvægilegum áföllum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og nótt en þó er Kröflulína 1, milli Kröflu og Rangárvalla við Akureyri, úti. Byggðalínuhringurinn er því rofinn fyrir norðan en bilunin hefur ekki haft straumleysi í för með sér en rof á byggðalínuhringnum þýðir skert rekstraröryggi flutningskerfisins.
Nýtt starfsfólk til liðs við Landsnet
Landsnet hefur ráðið Gný Guðmundsson í starf verkefnisstjóra áætlana hjá þróunar- og tæknisviði félagsins og Sigrún Ragna Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnalóðs hjá framkvæmda- og rekstrarsviði félagsins.
Landsnet kærir úrskurð vegna Suðurnesjalínu 2
Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í liðinni viku þar sem rétturinn hafnaði aðfararbeiðnum Landsnets um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
Landsnet styður Team Spark
Landsent hefur endurnýjað stuðning sinn við verkfræðinema við Háskóla Íslands sem vinna að smíði rafmagnsbíls og stefna að þátttöku í Formula Student keppninni á Silverstone kappakstursbrautinni á Englandi í sumar
Bætt nýting dregur úr þörf fyrir gjaldskrárhækkun
Landsnet hefur svarað athugasemdum sem Orkustofnun og fimm viðskiptavinir fyrirtækisins í raforkugeiranum gerðu við kerfisáætlun félagins. Athugasemdirnar voru birtar á vef Orkustofnunar 5. janúar síðast liðinn og svör Landsnets hafa nú verið birt á vef fyrirtækisins.
Landsnet styrkir grunnkerfið
Landsnet fyrirhugar fjárfestingar í dreifikerfi raforku upp á 35 milljarða króna á næstu þremur árum. Forstjóri Landsnets segir að það muni taka tíu ár að bæta úr öllum helstu veikleikum í dreifikerfinu.
Laust starf hjá Landsneti
Landsnet hf. leitar að matreiðslumanni eða starfsmanni með mikla reynslu úr atvinnueldhúsi til starfa í mötuneyti fyrirtækisins.
Skammhlaup talið hafa valdið útleysingu á Sauðárkrókslínu 1 í síðustu viku
Truflanagreining hjá Landsneti hefur leitt í ljós að straumleysið á Sauðárkróki og í nærsveitum á þriðjudag í síðustu viku varð vegna skammhlaups til jarðar í háspennulínunni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Ekki hefur verið hægt að staðsetja bilunina nánar enda hafa engin ummerki um hana fundist.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR