30.12.2015

Varaafl ræst í Neskaupstað

Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjaðrar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í Neskaupstað. Tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur og er nú verið að ræsa varaafl á staðnum.

28.12.2015

Landsnet aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð

Landsnet hefur gengið til liðs við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð sem samanstendur af hópi fjölmargra íslenskra fyrirtækja sem vilja leitast við að skipuleggja starfsemi sína þannig að hún hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins.

18.12.2015

Landsnet endurnýjar jarðstrengi á Eskifirði

Framkvæmdir eru að hefjast við lagningu 132 kílóvolta (kV) jarðstrengja frá Stuðlalínu 2 sunnan Eskifjarðar að tengivirki Landsnets á Eskifirði og áfram þaðan að loftlínum ofan við bæinn. Áætlaður kostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

15.12.2015

Landsnet og Kolibri í samstarf

Landsnet og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hafa gert með sér samkomulag um þróun á nýrri hugbúnaðarlausn sem gerir Landsneti kleift að selja umframraforku á raforkuneti sínu í rauntíma.

14.12.2015

Landsnet styrkir Specialisterne á Íslandi og Styrktarfélag barna með einhverfu

Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet hf. árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.

11.12.2015

Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir – þar af 90 milljónir á Vestfjörðum

Forstjóri Landsnets segir brýnt að hefjast handa við styrkingu meginflutningskerfis Landsnets. Notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í fárviðrinu sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar ef kerfisstyrkingar sem félagið vill ráðast í hefðu verið komnar til framkvæmda. Viðgerð á háspennulínum Landsnets er að mestu lokið og er beint tjón félagsins metið um 120 milljónir króna en afleitt tjón samfélagsins er enn meira.

9.12.2015

Raforkuafhending Landsnets að komst í eðlilegra horf

Viðgerð er lokið á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðum í fyrrakvöld. Einnig er viðgerð að ljúka á Kópaskerslínu og verður hún komin aftur í rekstur í kvöld. Þá er viðgerð hafin á Breiðadalslínu 1 sem er í sundur í Dýrafirði þar sem 17 möstur brotnuðu vegna ísingar og vindálags í fyrrakvöld. Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík meðan á viðgerð stendur og því er ekkert rafmagnsleysi lengur hjá viðskiptavinum Landsnets og raforkuafhending að færast í eðlilegra horf á ný eftir óveðrið í fyrrakvöld.

8.12.2015

Stefnt að því að ljúka viðgerð á byggðalínunni innan tveggja sólarhringa

Landsnet vonast til að viðgerð ljúki á næstu tveimur sólarhringnum á byggðalínuhringnum sem laskaðist í óveðrinu í gærkvöldi og nótt. Ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Þegar verst lét var straumleysi mjög víðtækt og rekstur flutningskerfisins tvísýnn og er það enn. Tjón Landsnets er talsvert og talið að það verði líklega yfir 100 milljónir króna.

8.12.2015

Straumleysi í gærkvöld og nótt

Mesta straumleysið í gærkvöldi og nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út.

8.12.2015

Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum – óvíst um ástand á fleiri stöðum

Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt en flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik

8.12.2015

Reynt að koma rafmagni til Akureyrar – rafmagn að komast á á norðanverðum Vestfjörðum og á Suðausturlandi

Bilanir eru á Rangárvallalínu 1 milli Varmahlíðar og Rangárvalla, Kröflulínu 1 milli Rangárvalla og Kröflu en unnið er að því að koma rafmagni til Akureyrar frá Laxárstöð og verður rafmagn skammtað á Akureyri ef það tekst.

7.12.2015

Rafmagnslaust er á ný á Austurlandi eftir útleysingu spenna í Fljótsdal

Útleysing varð á Spennum 7 og 8 í Fljótsdalsstöð um kl. 11.

7.12.2015

Rafmagnsleysi á Austfjörðum

Rafmagnslaust varð á Austurlandi kl. 22:15 þegar útleysing varð á Stuðlalínu 1 milli Hryggstekks og Stuðla og Eyvindarárlína 1 milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði.

7.12.2015

Starfsfólk Landsnets stendur í ströngu

Rétt upp úr átta í kvöld leysti Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1 út en eftir að Prestbakkalína var rofin frá Sigöldulínu 4 á Prestbakka, var hægt að spennusetja Sigöldulínu 4 frá Sigöldu afhenda rafmagn á ný í Vestur Skaftafellssýslu út frá Prestbakka.

7.12.2015

Aftur komið rafmagn í Vestur Skaftafellssýslu og Vestfirðir frátengdir meginflutningskerfinu

Bilun virðist vera á Prestbakkalínu 1 milli Prestbakka og Hóla. Eftir línan var rofin frá Sigöldulínu 4 á Prestbakka var hægt að spennusetja Sigöldulínu 4 frá Sigöldu og í áframhaldi var unnt að afhenda rafmagn í Vestur Skaftafellssýslu út frá Prestbakka.

7.12.2015

Sigöldulína 4/Prestbakkalína 4 leysti út

Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, leysti út rétt upp úr klukkan átta í kvöld og olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu út frá Prestbakka. Línan var spennusett aftur en leysti fljótlega út á nýjan leik og er ekki vitað á þessari stundi hvenær straumur kemst á aftur.

7.12.2015

Landsnet í viðbragðsstöðu

Aukinn viðbúnaður er í stjórnstöð Landsnets og viðgerðarflokkar eru í viðbragðsstöðu vegna ofsaveðurs eða fárviðris sem spáð er að gangi yfir landið síðdegis í dag og í kvöld.

4.12.2015

Stálgrindarmöstur Landsnets í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmyndir

Vetrarmynd af stálgrindarmöstrum Brennimelslínu 1 er meðal bestu landslagsmynda ársins í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um landslagsmynd ársins.

17.11.2015

Mikil samstaða meðal fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum

Landsnet skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmál í Höfða 16. nóvember s.l. Þátttaka í verkefninu var framar vonum en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Verður árangur þeirra mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.