11.3.2016

Landsnet kærir úrskurð vegna Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í liðinni viku þar sem rétturinn hafnaði aðfararbeiðnum Landsnets um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.

8.3.2016

Landsnet styður Team Spark

Landsent hefur endurnýjað stuðning sinn við verkfræðinema við Háskóla Íslands sem vinna að smíði rafmagnsbíls og stefna að þátttöku í Formula Student keppninni á Silverstone kappakstursbrautinni á Englandi í sumar

7.3.2016

Bætt nýting dregur úr þörf fyrir gjaldskrárhækkun

Landsnet hefur svarað athugasemdum sem Orkustofnun og fimm viðskiptavinir fyrirtækisins í raforkugeiranum gerðu við kerfisáætlun félagins. Athugasemdirnar voru birtar á vef Orkustofnunar 5. janúar síðast liðinn og svör Landsnets hafa nú verið birt á vef fyrirtækisins.

4.3.2016

Landsnet styrkir grunnkerfið

Landsnet fyrirhugar fjárfestingar í dreifikerfi raforku upp á 35 milljarða króna á næstu þremur árum. Forstjóri Landsnets segir að það muni taka tíu ár að bæta úr öllum helstu veikleikum í dreifikerfinu.

4.3.2016

Laust starf hjá Landsneti

Landsnet hf. leitar að matreiðslumanni eða starfsmanni með mikla reynslu úr atvinnueldhúsi til starfa í mötuneyti fyrirtækisins.

2.3.2016

Skammhlaup talið hafa valdið útleysingu á Sauðárkrókslínu 1 í síðustu viku

Truflanagreining hjá Landsneti hefur leitt í ljós að straumleysið á Sauðárkróki og í nærsveitum á þriðjudag í síðustu viku varð vegna skammhlaups til jarðar í háspennulínunni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Ekki hefur verið hægt að staðsetja bilunina nánar enda hafa engin ummerki um hana fundist.

2.3.2016

Yfir 30 milljarða fjárfesting í flutningskerfi Landsnets á næstu þremur árum

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum. Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi.

25.2.2016

Úrbætur á hljóðvist við tengivirki í Hamranesi

Framkvæmdir til að bæta hljóðvist við tengivirki Landsnets í Hamranesi eru á lokstigi. Búið er að byggja hljóðdempandi vegg framan við spennana við hlið tengivirkisins til að draga úr nið sem berst frá þeim og einnig hefur hljóðmönin við virkið verið hækkuð.

16.2.2016

Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflstöðinni í Bolungarvík

Hvassviðri og stormur gekk yfir landið í gærkvöldi, nótt og í morgun með talverðri úrkomu og vindáraun á flutningskerfi raforku á Austurlandi og Vestfjörðum.

15.2.2016

Styttist í að fyrstu nýsköpunarmöstur Landsnets rísi eftir margra ára þróunarvinnu

Prufuútgáfa af fyrsta háspennumastrinu sem Landsnet hefur látið hanna sérstaklega með tilliti til íslenskar aðstæðna verður reist í Hafnarfirði á næstu vikum og innan tíðar verður einnig reist prufuútgáfa af örðu mastri sem verið hefur í hönnun á vegum fyrirtækisins.

12.2.2016

Fjórir aðilar buðu í undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4

Tilboð í undirbúningsvinnu vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, voru opnuð hjá Landsneti í dag. Tveir verktakar buðu í báða verkhlutana og verkið í heild en tveir buðu bara í undirbúning Kröflulínu 4.

12.2.2016

Tjón á Prestabakkalínu 11 milljónir króna

Kostnaður Landsnets vegna viðgerðar á Prestbakkalínu 1, sem skemmdist við Hof í Öræfum í veðuráhlaupi á fimmtudagskvöldi í síðustu viku, er um 11 milljónir króna en viðgerð á línunnu lauk aðfararnótt mánudags.

12.2.2016

Laust starf hjá Landsneti

Við leitum að öryggisstjóra sem býr yfir frumkvæði, jákvæðni og hefur brennandi áhuga á öryggismálum.

11.2.2016

Ársreikningur Landsnets hf. 2015

Hagnaður ársins 4 milljarðar króna – niðurgreiðsla skulda 7 milljarðar

10.2.2016

Framadagar 2016

Það var skemmtilegt að taka þátt í Framadögum í dag.

5.2.2016

Laust starf hjá Landsneti

Sérfræðingur í umhverfismálum. Kanntu að meta umhverfið?

5.2.2016

Viðgerð hafin á byggðalínunni við Hof í Öræfum

Töluverðar skemmdir urðu á byggðalínunni við Hof í Öræfum í gærkvöldi og er ekki gert ráð fyrir að viðgerð ljúki fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

1.2.2016

Sumarvinna 2016 - opnað fyrir umsóknir

Við höfum opnað fyrir umsóknir háskólanema og sumarungmenna.

29.1.2016

Starf í boði hjá Landsneti

Landsnet leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á miðlun upplýsinga, í nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Landsneti. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar n.k.

22.1.2016

Starf í boði hjá Landsneti

Landsnet óskar eftir að ráða til sín starfsmann í greiningar á fjármálasviði. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar n.k.