2.3.2016

Yfir 30 milljarða fjárfesting í flutningskerfi Landsnets á næstu þremur árum

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum. Þetta kom fram í kynningu Nils Gústavssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir helgi.

25.2.2016

Úrbætur á hljóðvist við tengivirki í Hamranesi

Framkvæmdir til að bæta hljóðvist við tengivirki Landsnets í Hamranesi eru á lokstigi. Búið er að byggja hljóðdempandi vegg framan við spennana við hlið tengivirkisins til að draga úr nið sem berst frá þeim og einnig hefur hljóðmönin við virkið verið hækkuð.

16.2.2016

Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflstöðinni í Bolungarvík

Hvassviðri og stormur gekk yfir landið í gærkvöldi, nótt og í morgun með talverðri úrkomu og vindáraun á flutningskerfi raforku á Austurlandi og Vestfjörðum.

15.2.2016

Styttist í að fyrstu nýsköpunarmöstur Landsnets rísi eftir margra ára þróunarvinnu

Prufuútgáfa af fyrsta háspennumastrinu sem Landsnet hefur látið hanna sérstaklega með tilliti til íslenskar aðstæðna verður reist í Hafnarfirði á næstu vikum og innan tíðar verður einnig reist prufuútgáfa af örðu mastri sem verið hefur í hönnun á vegum fyrirtækisins.

12.2.2016

Fjórir aðilar buðu í undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4

Tilboð í undirbúningsvinnu vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, voru opnuð hjá Landsneti í dag. Tveir verktakar buðu í báða verkhlutana og verkið í heild en tveir buðu bara í undirbúning Kröflulínu 4.

12.2.2016

Tjón á Prestabakkalínu 11 milljónir króna

Kostnaður Landsnets vegna viðgerðar á Prestbakkalínu 1, sem skemmdist við Hof í Öræfum í veðuráhlaupi á fimmtudagskvöldi í síðustu viku, er um 11 milljónir króna en viðgerð á línunnu lauk aðfararnótt mánudags.

12.2.2016

Laust starf hjá Landsneti

Við leitum að öryggisstjóra sem býr yfir frumkvæði, jákvæðni og hefur brennandi áhuga á öryggismálum.

11.2.2016

Ársreikningur Landsnets hf. 2015

Hagnaður ársins 4 milljarðar króna – niðurgreiðsla skulda 7 milljarðar

10.2.2016

Framadagar 2016

Það var skemmtilegt að taka þátt í Framadögum í dag.

5.2.2016

Laust starf hjá Landsneti

Sérfræðingur í umhverfismálum. Kanntu að meta umhverfið?

5.2.2016

Viðgerð hafin á byggðalínunni við Hof í Öræfum

Töluverðar skemmdir urðu á byggðalínunni við Hof í Öræfum í gærkvöldi og er ekki gert ráð fyrir að viðgerð ljúki fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

1.2.2016

Sumarvinna 2016 - opnað fyrir umsóknir

Við höfum opnað fyrir umsóknir háskólanema og sumarungmenna.

29.1.2016

Starf í boði hjá Landsneti

Landsnet leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á miðlun upplýsinga, í nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Landsneti. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar n.k.

22.1.2016

Starf í boði hjá Landsneti

Landsnet óskar eftir að ráða til sín starfsmann í greiningar á fjármálasviði. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar n.k.

22.1.2016

Landsnet þátttakandi í evrópskri rannsókn til að tryggja stöðugleika raforkukerfa til framtíðar

Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices) sem hlotið hefur um 17 milljón evra styrk úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Verkefninu var hleypt formlega af stokkunum í vikunni og er vonast til að það skili niðurstöðum sem hjálpi til við að tryggja stöðugleika raforkukerfa eftir því sem endurnýjanlegum orkugjöfum fjölgar sem tengdir eru við þau.

18.1.2016

Landsnet semur við ÍAV um undirbúningsvinnu Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis.

15.1.2016

Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, sem lagðar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík. Möstur eru 193 talsins og er línuleiðin rúmur 61 km.

15.1.2016

Störf í boði hjá Landsneti

Landsnet óskar eftir að ráða til sín tvo starfsmenn annars vegar verkefnalóðs framkvæmdaverka og hins vegar rafiðnaðarmann á Egilsstöðum. Bæði störfin heyra undir Framkvæmda- og rekstarsvið. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar n.k.

12.1.2016

Landsnet á forsíðu norska raforkutímaritsins Volt

Umfjöllun um uppsetningu hugbúnaðarins Promaps Online hjá Landsneti er forsíðuefni nýjasta tölublaðs norska raforkutímaritsins Volt. Rætt er við Írisi Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs, um mikilvægi þess að þróa nýjar lausnir við greiningu á áreiðanleika afhendingar raforku og stöðu íslenska raforkukerfisins.

11.1.2016

Stillingar í varnarbúnaði orsökuðu straumleysi í varaaflsstöð

Tæknileg vandamál í stýribúnaði eru ástæða þess að varaaflsstöðin í Bolungarvík komst ekki strax í gagnið í fárviðrinu í byrjun síðasta mánaðar sem olli verulegu tjóni á flutningskerfi Landsnets, ekki síst á Vestfjörðum.