Viðgerð hafin á byggðalínunni við Hof í Öræfum
Töluverðar skemmdir urðu á byggðalínunni við Hof í Öræfum í gærkvöldi og er ekki gert ráð fyrir að viðgerð ljúki fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Sumarvinna 2016 - opnað fyrir umsóknir
Við höfum opnað fyrir umsóknir háskólanema og sumarungmenna.
Starf í boði hjá Landsneti
Landsnet leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á miðlun upplýsinga, í nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Landsneti. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar n.k.
Starf í boði hjá Landsneti
Landsnet óskar eftir að ráða til sín starfsmann í greiningar á fjármálasviði. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar n.k.
Landsnet þátttakandi í evrópskri rannsókn til að tryggja stöðugleika raforkukerfa til framtíðar
Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices) sem hlotið hefur um 17 milljón evra styrk úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Verkefninu var hleypt formlega af stokkunum í vikunni og er vonast til að það skili niðurstöðum sem hjálpi til við að tryggja stöðugleika raforkukerfa eftir því sem endurnýjanlegum orkugjöfum fjölgar sem tengdir eru við þau.
Landsnet semur við ÍAV um undirbúningsvinnu Suðurnesjalínu 2
Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis.
Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, sem lagðar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík. Möstur eru 193 talsins og er línuleiðin rúmur 61 km.
Störf í boði hjá Landsneti
Landsnet óskar eftir að ráða til sín tvo starfsmenn annars vegar verkefnalóðs framkvæmdaverka og hins vegar rafiðnaðarmann á Egilsstöðum. Bæði störfin heyra undir Framkvæmda- og rekstarsvið. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar n.k.
Landsnet á forsíðu norska raforkutímaritsins Volt
Umfjöllun um uppsetningu hugbúnaðarins Promaps Online hjá Landsneti er forsíðuefni nýjasta tölublaðs norska raforkutímaritsins Volt. Rætt er við Írisi Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs, um mikilvægi þess að þróa nýjar lausnir við greiningu á áreiðanleika afhendingar raforku og stöðu íslenska raforkukerfisins.
Stillingar í varnarbúnaði orsökuðu straumleysi í varaaflsstöð
Tæknileg vandamál í stýribúnaði eru ástæða þess að varaaflsstöðin í Bolungarvík komst ekki strax í gagnið í fárviðrinu í byrjun síðasta mánaðar sem olli verulegu tjóni á flutningskerfi Landsnets, ekki síst á Vestfjörðum.
Rafmagn er komið á aftur í Neskaupstað
Varaafl ræst í Neskaupstað
Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjaðrar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í Neskaupstað. Tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur og er nú verið að ræsa varaafl á staðnum.
Landsnet aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð
Landsnet hefur gengið til liðs við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð sem samanstendur af hópi fjölmargra íslenskra fyrirtækja sem vilja leitast við að skipuleggja starfsemi sína þannig að hún hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins.
Landsnet endurnýjar jarðstrengi á Eskifirði
Framkvæmdir eru að hefjast við lagningu 132 kílóvolta (kV) jarðstrengja frá Stuðlalínu 2 sunnan Eskifjarðar að tengivirki Landsnets á Eskifirði og áfram þaðan að loftlínum ofan við bæinn. Áætlaður kostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Landsnet og Kolibri í samstarf
Landsnet og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hafa gert með sér samkomulag um þróun á nýrri hugbúnaðarlausn sem gerir Landsneti kleift að selja umframraforku á raforkuneti sínu í rauntíma.
Landsnet styrkir Specialisterne á Íslandi og Styrktarfélag barna með einhverfu
Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet hf. árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir – þar af 90 milljónir á Vestfjörðum
Forstjóri Landsnets segir brýnt að hefjast handa við styrkingu meginflutningskerfis Landsnets. Notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í fárviðrinu sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar ef kerfisstyrkingar sem félagið vill ráðast í hefðu verið komnar til framkvæmda. Viðgerð á háspennulínum Landsnets er að mestu lokið og er beint tjón félagsins metið um 120 milljónir króna en afleitt tjón samfélagsins er enn meira.
Raforkuafhending Landsnets að komst í eðlilegra horf
Viðgerð er lokið á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðum í fyrrakvöld. Einnig er viðgerð að ljúka á Kópaskerslínu og verður hún komin aftur í rekstur í kvöld. Þá er viðgerð hafin á Breiðadalslínu 1 sem er í sundur í Dýrafirði þar sem 17 möstur brotnuðu vegna ísingar og vindálags í fyrrakvöld. Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík meðan á viðgerð stendur og því er ekkert rafmagnsleysi lengur hjá viðskiptavinum Landsnets og raforkuafhending að færast í eðlilegra horf á ný eftir óveðrið í fyrrakvöld.
Stefnt að því að ljúka viðgerð á byggðalínunni innan tveggja sólarhringa
Landsnet vonast til að viðgerð ljúki á næstu tveimur sólarhringnum á byggðalínuhringnum sem laskaðist í óveðrinu í gærkvöldi og nótt. Ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Þegar verst lét var straumleysi mjög víðtækt og rekstur flutningskerfisins tvísýnn og er það enn. Tjón Landsnets er talsvert og talið að það verði líklega yfir 100 milljónir króna.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR