21.7.2016

Aukið afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja

Landsnet í samvinnu við HS veitur vinnur nú að því að spennuhækka Vestmannaeyjastreng 3 úr 33 kV í 66 kV.

14.7.2016

Halldór Halldórsson ráðinn öryggisstjóri hjá Landsneti

Landsnet hefur ráðið Halldór Halldórsson í starf öryggisstjóra og mun hann starfa á Stjórnunarsviði við áframhaldandi uppbyggingu öryggismála og öryggismenningar hjá Landsneti.

12.7.2016

Lengsti jarðstrengurinn í flutningskerfi Landsnets

Selfosslína 3, nýr 28 km langur jarðstrengur Landsnets milli Selfoss og Þorlákshafnar var tekinn í notkun fimmtudaginn 7.júlí 2016.

8.7.2016

Lækkun á gjaldskrá Landsnets tekur gildi frá 1. júlí

Mistök voru gerð í birtingu fréttar á heimasíðu Landsnets í tengslum við breytingu á gjaldskrá Landsnets.

4.7.2016

Kærar þakkir fyrir samstarfið

Kristján Haraldsson hefur nú látið af störfum sem Orkubússtjóri Vestfjarða. Við sendum Kristjáni okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir samstarfið á undanförnum árum.

4.7.2016

Lækkun á gjaldskrá Landsnets

​Breytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. júlí 2016. Breyting hefur verið gerð á afhendingar-, afl- og orkugjaldi fyrir stórnotendur. Ekki voru gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir drefiveitur né vegna sölu á flutningstöpum og kerfisþjónustu.

1.7.2016

Metnaðarfull markmið í loftslags- og úrgangsmálum

Landsnet var í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem skuldbundu sig haustið 2015, í aðdraganda 21. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, til að setja sér markmið í loftslags- og úrgangsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum.

30.6.2016

Rut Kristinsdóttir ráðin til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Rut Kristinsdóttur í starf sérfræðings í umhverfismálum á þróunar- og tæknisviði og mun hún vinna að umhverfismati framkvæmda og áætlana Landsnets.

27.6.2016

„ Merkilegt hvað þetta venst „

"Ég er línumaður Íslands,“ segir Frans Friðriksson sem er hluti af línuteymi Landsnets sem sér um að gera við rafmagnslínur landsins og sinna viðhaldi rafmagnsstaura í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

15.6.2016

Team Landsnet – gangi ykkur vel

Stemningin í herbúðum Team Landsnet er rafmögnuð í augnablikinu enda styttist í að strákarnir leggi af stað í Wow Cyclothon keppninni.

7.6.2016

Erlendir ferðamenn jákvæðir í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu

Gallup hefur framkvæmt rannsókn fyrir Landsvirkjun sem gefur sterka vísbendingu um jákvætt viðhorf erlendra ferðamanna til endurnýjanlegrar orkuvinnslu á Íslandi. Samkvæmt könnuninni eru 97% erlendra ferðamanna jákvæð í garð endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi. Rannsóknin var framkvæmd á netinu og voru þátttakendur 1.014 talsins.

3.6.2016

Gjaldskrá Landsnets lægri en meðtal í Evrópu

Stórnotendur flutningskerfis Landsnets greiða að jafnaði minna en notendur í öðrum Evrópulöndum. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Evrópusamtaka flutningsfyrirtækja. Samorka hefur nýlega vakið athygli á nýjum tölum sem sýna að raforkukostnaður íslenskra heimila er sá lægsti í Vestur-Evrópu og að flutningsgjald raforku á Íslandi til stórnotenda sé undir meðaltali.

23.5.2016

Laust starf verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar - Kanntu að láta góða hluti gerast?

Við leitum að öflugum verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar á verkefnastofu Landsnets. Gæðamál og samfélagsábyrgð eru forgangsmál hjá Landsneti og verkefnastjóri verður lykilaðili í þróun þessara málaflokka til framtíðar. Í boði er krefjandi starf í umhverfi sem er í hraðri mótun.

20.5.2016

Landsnet kynnir matslýsingu vegna Umhverfismats Kerfisáætlunar

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2016-2025 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003.

12.5.2016

Niðurstaða Hæstaréttar breytir forsendum

Meirihluti Hæstaréttar felldi í dag úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra frá 24. febrúar 2014 er heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Niðurstaða dómsins kemur Landsneti á óvart. Hún seinkar brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja.

29.4.2016

Samið um byggingu tengivirkja á Bakka og Þeistareykjum

Landsnet gekk í dag frá samningi að verðmæti 1,2 milljarðar króna vegna tengingar iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík við Þeistareykjavirkjun og raforkuflutningskerfið.

26.4.2016

Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets 2015-2024

Kerfisáætlun Landsnets samræmist skilyrðum raforkulaga. Þetta er niðurstaða Orkustofnunar sem samkvæmt raforkulögum hefur það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.

22.4.2016

Skýrsla um frammistöðu flutningskerfis Landsnets 2015

Frammistöðuskýrsla fyrir árið 2015 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Í skýrslunni er að finna tölfræðilegar upplýsingar um rekstur flutningskerfis Landsnets í fyrra og samanburð við 10 ár þar á undan, jafnframt því sem hún tekur mið af kröfum um gæði raforku og afhendingaröryggi.

20.4.2016

Fyrsta konan hjá Landsneti fær rofastjóraréttindi

Kristveig Þorbergsdóttir er fyrsta konan sem öðlast réttindi sem rofastjóri hjá Landsneti og þar með halda karlavígin áfram að falla eitt af öðru.

19.4.2016

Yfirlýsing frá Landsneti

Landsnet vísar á bug ásökunum um að hafa eignað sér lögverndaða hönnun fyrirtækisins Línudans á háspennumöstrum eins og greint var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins sunnudaginn 17. apríl sl.