15.6.2016

Team Landsnet – gangi ykkur vel

Stemningin í herbúðum Team Landsnet er rafmögnuð í augnablikinu enda styttist í að strákarnir leggi af stað í Wow Cyclothon keppninni.

7.6.2016

Erlendir ferðamenn jákvæðir í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu

Gallup hefur framkvæmt rannsókn fyrir Landsvirkjun sem gefur sterka vísbendingu um jákvætt viðhorf erlendra ferðamanna til endurnýjanlegrar orkuvinnslu á Íslandi. Samkvæmt könnuninni eru 97% erlendra ferðamanna jákvæð í garð endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi. Rannsóknin var framkvæmd á netinu og voru þátttakendur 1.014 talsins.

3.6.2016

Gjaldskrá Landsnets lægri en meðtal í Evrópu

Stórnotendur flutningskerfis Landsnets greiða að jafnaði minna en notendur í öðrum Evrópulöndum. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Evrópusamtaka flutningsfyrirtækja. Samorka hefur nýlega vakið athygli á nýjum tölum sem sýna að raforkukostnaður íslenskra heimila er sá lægsti í Vestur-Evrópu og að flutningsgjald raforku á Íslandi til stórnotenda sé undir meðaltali.

23.5.2016

Laust starf verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar - Kanntu að láta góða hluti gerast?

Við leitum að öflugum verkefnastjóra gæðamála og samfélagsábyrgðar á verkefnastofu Landsnets. Gæðamál og samfélagsábyrgð eru forgangsmál hjá Landsneti og verkefnastjóri verður lykilaðili í þróun þessara málaflokka til framtíðar. Í boði er krefjandi starf í umhverfi sem er í hraðri mótun.

20.5.2016

Landsnet kynnir matslýsingu vegna Umhverfismats Kerfisáætlunar

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2016-2025 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003.

12.5.2016

Niðurstaða Hæstaréttar breytir forsendum

Meirihluti Hæstaréttar felldi í dag úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra frá 24. febrúar 2014 er heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Niðurstaða dómsins kemur Landsneti á óvart. Hún seinkar brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja.

29.4.2016

Samið um byggingu tengivirkja á Bakka og Þeistareykjum

Landsnet gekk í dag frá samningi að verðmæti 1,2 milljarðar króna vegna tengingar iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík við Þeistareykjavirkjun og raforkuflutningskerfið.

26.4.2016

Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets 2015-2024

Kerfisáætlun Landsnets samræmist skilyrðum raforkulaga. Þetta er niðurstaða Orkustofnunar sem samkvæmt raforkulögum hefur það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.

22.4.2016

Skýrsla um frammistöðu flutningskerfis Landsnets 2015

Frammistöðuskýrsla fyrir árið 2015 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Í skýrslunni er að finna tölfræðilegar upplýsingar um rekstur flutningskerfis Landsnets í fyrra og samanburð við 10 ár þar á undan, jafnframt því sem hún tekur mið af kröfum um gæði raforku og afhendingaröryggi.

20.4.2016

Fyrsta konan hjá Landsneti fær rofastjóraréttindi

Kristveig Þorbergsdóttir er fyrsta konan sem öðlast réttindi sem rofastjóri hjá Landsneti og þar með halda karlavígin áfram að falla eitt af öðru.

19.4.2016

Yfirlýsing frá Landsneti

Landsnet vísar á bug ásökunum um að hafa eignað sér lögverndaða hönnun fyrirtækisins Línudans á háspennumöstrum eins og greint var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins sunnudaginn 17. apríl sl.

19.4.2016

Rannsóknir á slydduísingu á loftlínum kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu í Bandaríkjunum

Rannsóknir sem Landsnet og íslensk orkufyrirtæki hafa staðið að um langt skeið um áhrif alvarlegra ísingartilvika voru til umfjöllunar á alþjóðlegri ráðstefnu í Charlotte í Bandaríkjunum fyrir helgi um hönnun og úrbætur á háspennuloftlínum.

18.4.2016

Snjallnetslausnir juku flutningsgetu Landsnets í fyrra sem nemur raforkunotkun 50 þúsund rafbíla

Sjálfvirkar stýringar í flutningskerfi Landsnets, svokallaðar snjallnetslausnir, gerðu fyrirtækinu kleift að flytja orku umfram skilgreind stöðugleikamörk á liðnu ári sem samsvarar raforkunotkun um 50 þúsund rafbíla. Ella hefði þurft að skerða raforku til notenda sem þessu nemur til að tryggja öruggan kerfisrekstur.

18.4.2016

Vinnuhópur Cigré um trefjamöstur með fund á Íslandi

Helstu sérfræðingar heimsins í þróun og hönnun háspennumastra úr trefjaefni báru saman bækur sínar á þriggja daga vinnufundi hérlendis fyrir helgi í samstarfi við Landsnet, sem átti nokkra fulltrúa á fundinum.

11.4.2016

Lægsta tilboðið um 59% af kostnaðaráætlun

Fyrirtækið Metalogalva í Portúgal átti lægsta tilboðið í stálmöstur þriggja háspennulína Landsnets, Kröflulínu 4, Þeistareykjalínu 1 og Suðurnesjalínu 2, en alls bárust 15 tilboð í möstrin og voru 12 þeirra undir kostnaðaráætlun.

8.4.2016

Konur í meirihluta í nýrri stjórn Landsnets

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótelinu á Akureyri, er nýr formaður stjórnar Landsnets. Hún tekur við af Geir A. Gunnlaugssyni, fyrrverandi forstjóra Marels og Sæplasts/Promens. Hann lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Landsnets sl. fimm ár.

7.4.2016

Samið um undirbúningsvinnu vegna Þeistareykajlínu 1 og Kröflulínu 4

Landsnet hefur skrifað undir samning við Árna Helgason ehf. um undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1 og á næstu dögum verður skrifað undir samning við G. Hjálmarsson hf. vegna undirbúningsvinnu við Kröflulínu 4.

5.4.2016

„Stóra myndin“ í raforku- og loftslagsmálum í brennidepli á vorfundi Landsnets

Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar horft er til framleiðslu og dreifingar orku annars vegar og náttúruverndar hins vegar. Þessi samhljómur var sem rauður þráður í erindum framsögumanna á árlegum vorfundi Landsnets í dag þar sem framtíð raforkuflutningskerfisins, eignarhald Landsnets og loftslagsmál voru m.a. í brennidepli.

23.3.2016

Hlutverk raforku og loftslagsmál í brennidepli á vorfundi Landsnets

Landsnet býður til árlegs vorfundar félagsins þriðjudaginn 5. apríl nk., kl. 9-11 á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður fjallað um hlutverk raforku í tengslum við stöðu loftslagsmála á Íslandi og áskoranir varðandi þróun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins.

23.3.2016

Ferðafólk til fjalla fari með gát

Að venju má búast við að ferðalög á fjöllum aukist þegar páskar eru framundan og því vill Landsnet minna á að víða á hálendinu getur verið hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.