Gleðilega hátíð
Á Þorláksmessu verða skrifstofur Landsnets lokaðar. Við óskum landsmönnum öllum bjartrar og notalegrar hátíðar og skínandi góðs nýs árs - við erum á vaktinni og fylgjumst vel með raforkukerfinu yfir jólin.
Framlenging á fresti til að skila umsögnum við Kerfisáætlun 2016-2025
Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum við drög að kerfisáætlun 2016-2025 ásamt umhverfisskýrslu hefur verið framlengdur til og med 10. janúar 2017.
Drög að kerfisáætlun 2016-2025 – leiðrétting
Við yfirlestur á drögum að kerfisáætlun Landsnets 2016-2025 uppgötvaðist villa í útreikningum sem breytir niðurstöðu mats á áhrifum valkosta á gjaldskrár dreifiveitna og stórnotenda. Villan snéri að meðhöndlun afskrifta í líkani sem stillt var upp til að meta áhrif eignastofns á tekjumörk, m.a. í þeim tilgangi að bera saman áhrif mismunandi sviðsmynda og valkosta á gjaldskrár.
Jarðstrengir á Austurlandi teknir í notkun
Nú er lokið vinnu við styrkingu á jarðstrengjum í Eskifjarðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Eyvindarár við Egilsstaði, Stuðlalínu 2, milli Stuðla í Reyðarfirði og Eskifjarðar og Neskaupstaðarlínu 1, milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Jarðstengirnir liggja á milli loftlínu og tengivirkis í Eskifirði og Norðfirði.
Landsnet styrkir UNICEF
Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
Hafa unnið hjá Landsneti í 495 ár
Hjá Landsneti vinnur, flottur hópur af frábæru fólki með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og sumir hverjir með mjög langan starfsaldur. Starfsaldur sem er eldri en fyrirtækið sjálft en eiga sér bakgrunn í þau fyrirtæki sem koma að Landsneti.
Landsnet á Workplace by Facebook
Í dag tók Landsnet í notkun samskiptamiðilinn Workplace by Facebook. Miðilinn er sérhannaður fyrir fyrirtækjaumhverfi og algjörlega óháður persónulegum Facebook síðum starfsmanna.
Samið um kaup á raforku vegna flutningstapa
Landsnet hefur samið um kaup á raforku vegna flutningstapa fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2017 á grundvelli tveggja útboða frá því í nóvember.
Ný gjaldskrá tekur gildi
Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi í dag 1. desember 2016. Um er að ræða leiðréttingu á gjaldskránni vegna breyttra forsenda.
Fundur um Kerfisáætlun 2016 - 2025
Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Facebooksíðu Landsnets. Þar verður einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir.
Innviðirnir okkar – Leiðin að rafvæddri framtíð
Tillaga að nýrri kerfisáætlun Landsnets og umhverfisskýrslu hefur verið birt á vef Landsnets. Áætlunin sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð er með töluvert breyttu sniði frá síðustu áætlun. Helstu breytingar snúa að forsenduhluta áætlunarinnar, aukinni umfjöllun um svæðisbundnu kerfin og jarðstrengi og meiri áhersla er lögð á loftslagsmál en áður . Einnig hefur hagræn umfjöllun um uppbyggingu kerfisins verið aukin til muna.
Valka Jónsdóttir ráðin mannauðsstjóri hjá Landsneti
Valka kemur til Landsnets frá Norðuráli þar sem hún bara m.a. ábyrgð á stefnumótun, ráðningum, innleiðingu frammistöðusamtala, framkvæmd vinnustaðagreininga og fræðslumálum.
Anna Sigga nýr sérfræðingur í innkaupum hjá Landsneti
Landsnet hefur ráðið Önnu Siggu Lúðvíksdóttur í starf sérfræðings í innkaupum á fjármálasviði Landsnets.
Afhendingaröryggi, valkostir og umræðan um Suðurnesjalínu 2
Um miðjan október birtum við hjá Landsneti skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagningu Suðurnesjalínu 2 eru tilgreindir og bornir saman.
Framkvæmdaleyfi Kröflulínu 4 í gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sveitastjórnar Þingeyjarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4.
Jafnstraumsstrengur yfir hálendið valkostur í næstu kerfisáætlun
Landsnet kynnti í sumar matslýsingu fyrir kerfisáætlun 2016-2025 þar sem óskað var eftir athugasemdum og ábendingum.
Valkostaskýrsla vegna Suðurnesjalínu 2
Landsnet hefur látið vinna skýrslu þar sem kostir sem hafa verið til umræðu við lagningu Suðurnesjalínu 2 milli Hafnarfjarðar og tengivirkis við Rauðamel á Reykjanesi eru tilgreindir og bornir saman. Um er að ræða þrjá meginkosti, einn kost sem gerir ráð fyrir loftlínu og tvo sem gera ráð fyrir jarðstreng.
Kröfu Landverndar hafnað
Framkvæmdaleyfið fyrir Þeistareykjalínu 1 í Norðurþingi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um að leyfið yrði fellt úr gildi. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hafi staðið rétt að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Þeistareykjalínu 1.
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur
Landsnet hefur kynnt sér úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellir úr gildi framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4. Með úrskurði sínum fellst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum 220 kV háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar.
Mikil fjárfestingaþörf í flutningskerfinu
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets var í viðtali hjá www.vb.is í síðustu viku þar sem hann talaði m.a. um stefnu Landsnets sem kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar í sátt við samfélagið og umhverfið.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR