Ógildingu eignarnáms hafnað vegna Kröflulínu 4 og 5
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Landsnet og íslenska ríkið af kröfu um að ákvörðun um eignarnám í óskiptu landi Reykjahlíðar vegna Kröflulínu 4 og 5, frá 14. október 2016, yrði felld úr gildi.
Bilun í sæstreng til Vestmannaeyja
Í gær kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja.
Loftslagsmál, orkuskipti og orkustefna í brennidepli
Kviknar á perunni – í átt að grænni framtíð var yfirskrift vel sótts vorfundar Landsnets í dag en hátt í 200 manns sátu fundinn auk þess sem fjölmargir fylgdust með honum í beinni útsendingu á heimasíðu fyrirtækisins og á visir.is.
Kröfu Landverndar og Fjöreggs hafnað
Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að leyfið yrði fellt úr gildi.
Kviknar á perunni?
Landsnet boðar til árlegs vorfundar þriðjudaginn 4.apríl á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.00-10.30 undir yfirskriftinni Kviknar á perunni.
Stjórn Landsnets endurkjörin
Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var á föstudaginn var stjórn fyrirtækisins endurkjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Jóhannes Sigurðsson.
Landsnet bakhjarl félagsins Konur í orkumálum
Landsnet og Konur í orkumálum skrifuðu í dag undir samning sem kveður á um að Landsnet bætist í hóp bakhjarla félagsins til næstu tveggja ára.
Jarðstrengslengdir í meginflutningskerfinu
Niðurstöður greininga á mögulegum hámarkslengdum á jarðstrengsköflum í Blöndulínu 3 eru 10 km, Hólasandslínu 3 12 km og 15 km í Kröflulínu 3.
Kerfisáætlun, Innviðirnir okkar, lögð fram
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025, sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð, hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.
Aukið afhendingaröryggi forsenda Kröflulínu 3
Til að bæta raforkuflutningskerfið, auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar á Norður- og Austurlandi áformar Landsnet að byggja 220 kV raflínu, Kröflulínu 3, frá nýju tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.
Áhugaverð vinnustofa um raforkukerfið
Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices).
Raforkunotkun ársins 2016
Í frétt frá Raforkuhóp Orkuspánefndar kemur fram að árið 2016 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 18.547 GWh og minnkaði um 1,3% frá fyrra ári. Notkun fædd frá flutningskerfinu (stórnotkun) nam 14.287 GWh á árinu 2016 og minnkaði um 0,5% frá fyrra ári.
Helguvík - tenging kísilvers
Framkvæmdum við byggingu flutningsmannvirkja vegna tengingar kísilvers United Silicon í Helguvík við flutningskerfi Landsnets lauk í ársbyrjun 2016. Lagður var níu km langur 132 kV jarðstrengur, Fitjalína 2, milli Fitja og Helguvíkur, byggt nýtt tengivirki í Helguvík sem fékk nafnið Stakkur og settur upp nýr rofi í tengivirkinu á Fitjum.
Selfoss - Þorlákshöfn
Framkvæmdir við Selfosslínu 3, 28 km langa 66 kV jarðstrengstengingu milli Selfoss og Þorlákshafnar, hófust í 2015 og var hún tekin í rekstur 7. júlí 2016. Jarðstrengurinn eykur afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi og styrkir rekstraráreiðanleika vestari hluta 66 kV svæðiskerfisins á Suðurlandi og eykur flutningsgetu þess.
Búðarháls - tengivirki og raflína
Tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun við athöfn þann 10. janúar 2014 þegar iðnaðarráðherra spennusetti virkið - og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets.
Við bjóðum upp á rafmagnaða framtíð
Ert þú byggingarverkfræðingur eða byggingartæknifræðingur og langar að starfa sem verkefnastjóri við framkvæmdir Landsnets með aðsetur á Akureyri eða í Reykjavík?
Nýjar áherslur
Í dag tókum við hjá Landsneti í notkun nýjan www.landsnet.is og kynntum um leið til sögunnar nýtt merki Landsnets. Vefnum og merkinu er ætlað að endurspegla þær breyttu áherslur sem við höfum verið að vinna eftir á undanförnum árum.
Húsavík - tenging
Tenging Húsavíkur frá Laxá, Húsavíkurlína 1, er með allra elstu raflínum í flutningskerfinu og hefur staðið til að endurnýja hana um nokkurn tíma til að bæta afhendingaröryggi á svæðinu.
Breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu
Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi frá og með 1. mars 2017.
Dýrafjarðargöng - jarðstrengur
Til að auka öryggi flutningskerfisins á Vestfjörðum á að leggja 132 kV jarðstreng í fyrirhuguð Dýrafjarðargöng, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en áformað er að reka hann fyrst um sinn á 66 kV spennu.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR