15.5.2017

Samið um reglunaraflstryggingu

Í kjölfar útboðs á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí 2017- apríl 2018 hefur verið samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar.

10.5.2017

Svandís Hlín ráðin í starf viðskiptastjóra

Landsnet hefur ráðið Svandísi Hlín Karlsdóttur í starf viðskiptastjóra Landsnets þar sem hún mun stýra þróun á viðskiptaumhverfi raforku ásamt því að vera tengiliður nýrra viðskiptavina og helsti þjónustutengiliður núverandi viðskiptavina.

28.4.2017

Nýtt mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3

Landsnet hefur ákveðið að nýtt umhverfismat verði gert fyrir Blöndulínu 3. Markmiðið með nýju umhverfismati er m.a. að skapa sátt um þau ferli sem tengjast uppbyggingu Blöndulínu 3. Ákvörðunin var tekin í samráði við Skipulagsstofnun. 

28.4.2017

Samið um lagningu  jarðstrengs

Í dag var skrifað undir samning við Steypustöð Skagafjarðar um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og  frágangsvinnu.

27.4.2017

Matslýsing vegna umhverfismats Kerfisáætlunar

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlunar 2017-2026 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana

24.4.2017

Hilmar Karlsson ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsneti

Landsnet hefur ráðið Hilmar Karlsson í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra  uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

18.4.2017

Rafrænt innkaupaferli, aukið gagnsæi

Landsnet er stærsti einstaki raforkukaupandinn á heildsölumarkaði á Íslandi en fyrirtækið kaupir á einu ári um 360 GWst af raforku vegna þeirrar orku sem tapast í flutningskerfinu.

12.4.2017

Aðgerðaráætlun í gangi

Undirbúningur á viðgerð vegna Vestmannaeyjastrengs 3 er í fullum í gangi. Bilanagreining á strengnum hefur farið fram og allt bendir til þess að bilunin sé staðsett neðansjávar um 6.2 km frá Eyjum.

7.4.2017

Kostnaður við tafir verulegur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði í gær kröfu Landsnets um innsetningu í tiltekin landsréttindi tveggja landeigenda á grundvelli eignarnáms vegna Kröflulínu 4.  

7.4.2017

Ógildingu eignarnáms hafnað vegna Kröflulínu 4 og 5

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Landsnet og íslenska ríkið af kröfu um að ákvörðun um eignarnám í óskiptu landi Reykjahlíðar vegna Kröflulínu 4 og 5, frá 14. október 2016, yrði felld úr gildi.

6.4.2017

Bilun í sæstreng til Vestmannaeyja

Í gær kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja.

4.4.2017

Loftslagsmál, orkuskipti og orkustefna í brennidepli

Kviknar á perunni – í átt að grænni framtíð var yfirskrift vel sótts vorfundar Landsnets í dag en hátt í 200 manns sátu fundinn auk þess sem fjölmargir fylgdust með honum í beinni útsendingu á heimasíðu fyrirtækisins og á visir.is.

4.4.2017

Kröfu Landverndar og Fjöreggs hafnað

Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að leyfið yrði fellt úr gildi.

3.4.2017

Kviknar á perunni? 

Landsnet boðar til árlegs vorfundar þriðjudaginn 4.apríl á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.00-10.30 undir yfirskriftinni Kviknar á perunni.

2.4.2017

Stjórn Landsnets endurkjörin

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var á föstudaginn var stjórn fyrirtækisins endurkjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir. Varamenn eru Svava Bjarnadóttir og Jóhannes Sigurðsson.

24.3.2017

Landsnet bakhjarl félagsins Konur í orkumálum

Landsnet og Konur í orkumálum skrifuðu í dag undir samning sem kveður á um að Landsnet bætist í hóp bakhjarla félagsins til næstu tveggja ára.

23.3.2017

Jarðstrengslengdir í meginflutningskerfinu

Niðurstöður greininga á mögulegum hámarkslengdum á jarðstrengsköflum í Blöndulínu 3 eru 10 km, Hólasandslínu 3 12 km og 15 km í Kröflulínu 3.

22.3.2017

Kerfisáætlun, Innviðirnir okkar, lögð fram

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025, sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð, hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.

16.3.2017

Aukið afhendingaröryggi forsenda Kröflulínu 3

Til að bæta raforkuflutningskerfið, auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar á Norður- og Austurlandi áformar Landsnet að byggja 220 kV raflínu, Kröflulínu 3, frá nýju tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

14.3.2017

Áhugaverð vinnustofa um raforkukerfið

Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices).