13.2.2018

Ásmundur Bjarnason ráðinn til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

7.2.2018

Jafnvægi í rekstri - eitt stærsta framkvæmdaár í sögu Landsnets

Ársreikningur 2017 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 7. febrúar 2018.

5.2.2018

Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2018-2027

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlun 2018-2027 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

25.1.2018

Brugðumst hratt við

Rétt eftir klukkan tvö í gær varð truflun í raforkukerfinu þegar Blöndulína 1, á milli Blöndu og Laxárvatns, leysti út og í kjölfarið var kerfinu skipt upp í tvo hluta til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi eða miklar skerðingar.

17.1.2018

Suðurnesjalína 2 - Mat á umhverfisáhrifum

Kynning á drögum að tillögu matsáætlunar fyrir Suðurnesjalínu 2 hófst þann 18. janúar 2018 og stendur til og með 12. febrúar.

11.1.2018

Styrking flutningskerfisins á Vestfjörðum - jarðstrengir eru takmörkuð auðlind

Við hjá Landsneti höfum lengi talað fyrir uppbyggingu og styrkingu flutningskerfisins og fögnum allri umræðu um bætt afhendingaröryggi og uppbyggingu á kerfinu.

9.1.2018

Jarðstrengir í raforkukerfinu

Flutnings- og dreifikerfi raforku eru mikilvægur hluti af innviðum nútíma þjóðfélags. Erfitt er að hugsa sér daglegt líf ef rafmagns nyti ekki við.

8.1.2018

Gjaldskrá

8.1.2018

Netmálar

8.1.2018

Gagnabanki

2.1.2018

Breyting á gjaldskrá vegna upprunaábyrgðar

Upprunaábyrgðir (Græn skírteini) eru staðfesting á að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er beinn stuðningur við slíka orkuframleiðslu innan Evrópu og er þannig hvatning til áframhaldandi upbyggingu innan geirans. Þetta er einnig leið fyrirtækja til að votta sína vöru og þjónustu með alþjóðlegum umhverfisvottunum.

2.1.2018

Gjaldskrá lækkun

Breytingin felur í sér 20% lækkun á gjaldskrá vegna flutningstapa - Ný gjaldskrá tók gildi 1. janúar 2018 .

28.12.2017

Afl- og orkujöfnuður

Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2017 – 2020 sem unnin var fyrir Landsnet kemur fram að líkur á aflskorti eru lægri en í fyrri útreikningum.

12.12.2017

Skipulagsstofnun tekur undir helstu niðurstöður vegna Kröflulínu 3

Skipulagsstofnun telur matsskýrslu vegna Kröflulínu 3 uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt en þetta kemur fram í áliti sem stofnunin gaf út 6.desember.

8.12.2017

Landsnet styrkir Pieta samtökin

Í stað þess að senda jólakort veitum við hjá Landsneti árlega styrk til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.

8.12.2017

Hafa flutt rafmagn í 350 ár !

Í dag afhentum við 26 starfsmönnum okkar starfsaldursviðurkenningar. Þeir fengu viðurkenningar fyrir 5, 10, 15, 25, 30 og 35 ára starfsaldur. Það er okkur mikil ánægja að sjá þennan stóra hóp sem hefur verið hjá okkur í þennan langa tíma en þess má geta að meðalstarfsaldur hjá okkur er 18,5 ár.

28.11.2017

Jarðstrengur á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks

Áætlað er að vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að Sauðárkróki hefjist sumarið 2018 en tilboð í strenginn voru opnuð í vikunni og buðu sex fyrirtæki í framleiðslu strengsins.